Rafa: Við getum unnið Real
Rafa Benítez segir í viðtali við Liverpoolfc.tv í dag að eftir að Juande Ramos tók við Real Madrid sé liðið enn erfiðara heim að sækja en áður.
Spænsku meistararnir hafa farið á kostum undir stjórn Ramos, hafa unnið 10 af síðustu 11 leikjum og skorað 10 mörk í síðustu tveimur leikjum!
Þó má ekki líta fram hjá því að Benítez hefur áður galdrað fram óvænta sigra á erfiðum útivöllum í meistaradeildinni, m.a. á Nou Camp, og hann er á því að Liverpool geti vel krækt í öll stigin þrjú á miðvikudaginn.
,,Ég vissi að okkar biði erfitt verkefni þegar það lá fyrir að við myndum mæta Real, og síðan drátturinn fór fram hefur liðið tekið miklum framförum þannig að verkefni okkar verður enn erfiðara fyrir vikið."
,,Juande Ramos er að gera góða hluti með liðið, það er á mikilli sigurgöngu og fullt sjálfstrausts."
,,Þeir hafa bætt sig mjög varnarlega, þeir hafa fengið sterka varnarmenn til baka eftir meiðsli og eftir að Lassana Diarra gekk til liðs við félagið hefur miðjan einnig eflst varnarlega. Liðið hefur nú tvo öfluga varnartengiliði."
,,En fótbolti er fótbolti - það er það sem frægur þjálfari á Spáni sagði alltaf og það er í rauninni svo einfalt. Það getur allt gerst í fótbolta. Við munum sækja og reyna að skora, helst að vinna leikinn. Stundum geta jafntefli verið góð úrslit, en við mætum í leikinn til að vinna."
Einhverjir kynnu að halda að blendnar tilfinningar bærðust í brjósti Benítez fyrir þennan leik enda steig hann sín fyrstu skref sem þjálfari hjá Real Madrid, þar sem hann sá um unglingaþjálfun, en Benítez þvertekur fyrir að hann ætli sér að sýna sínum gamla vinnustað einhverja miskun.
,,Ég á marga vini hjá Real, og í Madrid ef því er að skipta, en það skiptir ekki máli. Í rauninni skiptir það heldur engu máli að við séum að leika við Real. Það eina sem skiptir máli er að við erum að spila erfiðan leik í Meistaradeildinni og við verðum að leggja allt í sölurnar til að ná hagstæðum úrslitum."
Á Bernabeu munu leikmenn Liverpool hitta fyrir gamlan félaga, sjálfa Istanbul hetjuna Jerzy Dudek, sem hefur leikið 8 leiki fyrir Real síðan hann yfirgaf Liverpool. Aðspurður hvort hann muni reyna að hitta á Pólverjann segir Benítez: ,,Hví ekki? Jerzy er góður drengur og frábær atvinnumaður. Hann stóð sig virkilega vel með okkur og við eigum góðar minningar um hann. Ég er líka viss um að hann hlakkar til að hitta fyrrum félaga sína."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!