Torres einbeittur fyrir leikina gegn Real
Fernando Torres var ekki fyrr búinn að stíga út á malbikið fyrir utan flugvöllinn í Madrid í gær þegar hann var umkringdur æstum vegavinnumönnum sem vildu fá eiginhandaráritun frá sóknarmanninum. Torres er auðvitað mikils metinn í höfuðborg Spánar en hann mun þó ekki fá hlýjar móttökur þegar hann gengur út á völlinn í kvöld.
Sigurmark Torres fyrir Spánverja gegn Þýskalandi í úrslitum Evrópumóts landsliða kætti auðvitað alla Spánverja, sama með hvaða félagsliði þeir halda. En þar sem að hann lék með erkifjendunum í Atletico Madrid mun hann fá fjandsamlegar móttökur frá stuðningsmönnum Real Madrid í leiknum í kvöld. Torres fékk ekki færi á því að spila gegn sínum gömlu félögum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar vegna meiðsla en nú er hann tilbúinn til að spila fyrir stuðningsmenn Liverpool og Atletico Madrid.
,,Ég ber engar tilfinningar til Real Madrid," sagði Torres. ,,Ég spilaði fyrir Atletico, ég veit því að ef Liverpool vinna Real, mun það gera stuðningsmenn Atletico mjög ánægða. Leikirnir gegn Atletico í riðlakeppninni voru mjög mikilvægir og ég var vonsvikinn yfir því að geta ekki spilað vegna meiðsla."
,,Ég hlakkaði til þess að fá góðar móttökur en ég gat ekki einu sinni ferðast með til Vicente Calderon þegar liðin léku þar. Ég var mjög pirraður yfir því að geta ekki spilað neitt gegn Atletico, en eftir leikina var mjög ánægjulegt að sjá stuðningsmennina skiptast á treyjum og treflum og syngja saman. Þetta voru tveir frábærir dagar fyrir stuðningsmennina í Liverpool og Madrid."
,,Ég hefði ekki fagnað ef ég hefði skorað gegn Atletico. Ég hefði sýnt félaginu sem ég spilaði með í 12 ár virðingu, félagið sem gerði mig að því sem ég er í dag. En ef ég skora gegn Real Madrid þá mun ég örugglega fagna."
Torres veit vel að það verður erfitt að slá Real út, þegar hann lék með Atletico skoraði hann aldrei á þessum velli eða stóð uppi sem sigurvegari. Hann skoraði aðeins einu sinni í þessum nágrannaslag og hefur ekki enn skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili en hann skoraði 6 mörk í 11 leikjum í fyrra.
,,Það væri frábært ef ég gæti skorað mín fyrstu mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu gegn Madrid," sagði Torres. ,,Ég finn sjálfstraustið vera að koma aftur og ég er viss um að mörkin munu fylgja í kjölfarið. Þegar ég spilaði í nágrannaslag liðanna voru Atletico alltaf litla liðið og það var því mjög sérstakt ef við náðum að vinna Real. Síðustu 12 ár eða svo hafa Atletico varla unnið Real og þetta er því langur tími. Það hefur alltaf verið erfitt að vinna þá."
,,Þegar það var dregið voru Real ekki að spial vel en það hefur breyst nú. Þeir eru eitt stærsta félagslið í heimi og við vitum af því."
Undir stjórn Juande Ramos hafa Real unnið síðustu níu leiki og í síðasta leik slátruðu þeir Real Betis 6-1. Þeir hafa skorað 22 mörk og aðeins fengið á sig 2 í þessum níu leikjum, en í fyrstu 19 leikjum tímabilsins fékk liðið á sig 37 mörk og það er morgunljóst að varnarleikur liðsins hefur batnað til muna.
Þetta er í fyrsta sinn sem Liverpool og Real mætast á Bernabeu í alvöru leik. Torres segir að stuðningsmenn Liverpool muni svo sannarlega heillast af leikvanginum en það hafi þó ekkert að segja þegar liðin mætast á Anfield þar sem andrúmsloftið verður magnað á sönnu Evrópukvöldi.
,,Að spila seinni leikinn á Anfield, sem hefur verið magnaður leikvangur fyrir okkur í Meistaradeildinni, gæti verið forskot fyrir okkur, sérstaklega ef við náum góðum úrslitum í fyrri leiknum," sagði Torres. ,,Það er engu líkt að spila á Anfield. Ég held að enginn leikvangur komist í líkingu við hann, sérstaklega ekki Bernabeu. Stuðningsmenn Liverpool munu hrífast af Bernabeu en andrúmsloftið verður ekkert í líkingu við andrúmsloftið á Anfield."
,,Þetta var alveg eins hjá Atletico. Það var sérstakt félag með sérstakri tilfinningu og Liverpool er alveg eins og meira. Þetta verður jafn leikur en það er gott að við spilum seinni leikinn á Anfield. Þar verður andrúmsloftið betra og það eru litlu atriðin sem munu skera úr um þessa rimmu."
,,Real Madrid mun ekki líka við að spila við okkur í tveimur leikjum því það er erfitt að vinna okkur. Við erum eitt erfiðasta liðið þegar kemur að rimmum sem þessum."
Leikurinn í kvöld er líka gott tækifæri fyrir Torres til þess að sanna fyrir þeim, sem ennþá efast um hæfileika hans, að hann sé einn besti sóknarmaður heims.
,,Ef maður spilar ekki fyrir Real eða Barca á Spáni þá metur fólk mann ekki eins mikils," segir Torres. ,,Eftir að ég flutti til Englands þá er eitthvað um þetta ennþá. Ég held að fólk horfi ennþá á mig sem leikmann Atletico. En nú þar sem ég er ekki lengur að spila á Spáni er hugsar fólk kannski öðruvísi um mig."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!