Carragher er ánægður með að mæta Real Madrid
Jamie Carragher vonast til þess að Liverpool geti senn bætt Real Madrid á lista eftirtektarverðra fórnarlamba í Meistaradeildinni á undanförnum keppnistímabilum.
Leikmenn Liverpool komu til Madridar síðdegis í gær til að gera sig klára fyrir þennan stórmeistaraslag 16 liða úrslitanna, sem fram fer á Bernabeu vellinum í kvöld.
Barcelona, Inter Milan, Juventus, Arsenal og Chelsea eru meðal stórliða sem Liverpool hefur slegið út í keppninni á undanförnum árum og Carragher vonast til þess að 9-faldir Evrópumeistarar Real Madrid bætist senn í þennan föngulega hóp.
Þrátt fyrir að gengi Liverpool í ensku deildinni hafi verið örlítið skrykkjótt upp á síðkastið þá er Carragher þess fullviss að Liverpool eigi góða möguleika á að leggja Real að velli.
,,Við verðum að trúa því að við séum enn í baráttunni á báðum vígstöðvum, bæði í ensku deildinni og Meistaradeildinni, en við tökum samt sem áður bara einn leik fyrir í einu og nú er það leikurinn við Real sem allt snýst um. "
,,Það er öðruvísi að spila í Meistaradeildinni en í deildinni heima og ég hef engar áhyggjur af því að við náum ekki að rífa okkur upp fyrir þennan leik. Við höfum sýnt það áður í Meistaradeildinni að við getum unnið hvaða lið sem er."
,,Við gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir því að þetta verður erfið rimma því Real er með frábært lið. Fólk sagði eftir að við drógumst gegn þeim að við værum heppnir því þeir væru í lægð, en nú er það aldeilis gjörbreytt! Það má heldur ekki gleyma því að þetta lið hefur unnið spænsku deildina tvö síðustu ár og þar eru þeir nú t.d. að keppa við frábært Barcelona lið!"
,,Þeir verða fullir sjálfstrausts eftir gott gengi að undanförnu, en við munum ekki gefa neitt eftir. Ég er bara rosalega ánægður að við skulum mæta Real á þessum tímapunkti. Ég fylgist alltaf spenntur með drættinum í meistaradeildinni og ég varð persónulega mjög sáttur þegar ég sá að við fengum Madrid, því mig langaði til að spila á Bernabeu."
,,Ásamt með AC Milan eru þessi lið þau sigursælustu í Evrópu. Það að tvö þeirra skuli dragast saman sýnir bara þvílíkur stórleikur þetta er."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni