| Ólafur Haukur Tómasson
Það virðist ekki ganga upp hjá Fernando Torres að haldast heill á tímabilinu þar sem hann meiddist á ökkla snemma í leik Real Madrid og Liverpool í gærkvöldi. Fernando fór haltrandi útaf eftir rúmlega sextíu mínútna leik.
Rafael Benítez býst við að Fernando muni ekki ferðast með liðinu til Middlesbrough um helgina og að hann gæti jafnvel verið tæpur fyrir heimaleikinn gegn Sunderland á þriðjudag.
"Hvað Torres varðar þá erum við ekki vissir. Líklegast mun hann missa af einhverjum leikjum. Við eigum leik eftir þrjá daga svo það verður erfitt fyrir hann að vera orðinn klár.
Hann snéri á sér ökklann í fyrri hálfleik og við reyndum að sjá til en við sáum samt að hann var ekki upp á sitt besta og það gæti orðið áhætta fyrir næstu leiki." sagði Benítez eftir leikinn.
Liverpool freistar þess að minnka bil Manchester United niður í eitt stig þar sem að þeir eiga ekki leik fyrr en á miðvikudag. Það vekur þó töluverða athygli að Liverpool hefur lagt Manchester United, Chelsea og Real Madrid án þess að hafa Torres í liðinu.
Steven Gerrard snýr hins vegar líklega aftur í lið Liverpool um helgina en hann kom inn á í leiknum í gærkvöldi.
TIL BAKA
Fernando Torres aftur frá vegna meiðsla

Rafael Benítez býst við að Fernando muni ekki ferðast með liðinu til Middlesbrough um helgina og að hann gæti jafnvel verið tæpur fyrir heimaleikinn gegn Sunderland á þriðjudag.
"Hvað Torres varðar þá erum við ekki vissir. Líklegast mun hann missa af einhverjum leikjum. Við eigum leik eftir þrjá daga svo það verður erfitt fyrir hann að vera orðinn klár.
Hann snéri á sér ökklann í fyrri hálfleik og við reyndum að sjá til en við sáum samt að hann var ekki upp á sitt besta og það gæti orðið áhætta fyrir næstu leiki." sagði Benítez eftir leikinn.
Liverpool freistar þess að minnka bil Manchester United niður í eitt stig þar sem að þeir eiga ekki leik fyrr en á miðvikudag. Það vekur þó töluverða athygli að Liverpool hefur lagt Manchester United, Chelsea og Real Madrid án þess að hafa Torres í liðinu.
Steven Gerrard snýr hins vegar líklega aftur í lið Liverpool um helgina en hann kom inn á í leiknum í gærkvöldi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan