Mark spáir í spilin
Liðið heimsækir menn Gareth Southgates á Riverside-leikvanginn á laugardag, en þeir náðu langþráðum sigri á miðvikudag gegn West Ham í endurteknum leik í FA-bikarnum. Þeir mæta því fullir sjálfstraust og ríður á fyrir Liverpool menn að nota sigurinn gegn Madrid til að standast áhlaup Middlesbroughmanna og koma forskoti Manchester United niður í 4 stig og vona að þeir fari að misstíga sig.
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester United.
- Forskot Manchester liðsins jókst um síðustu helgi úr 5 stigum í 7.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Skori Liverpool ekki eru mestar líkur á að leiknum ljúki án marka. Svoleiðis hefur öllum fimm leikjum Liverpool lyktað á þessari leiktíð sem liðið hefur ekki skorað í.
- Liverpool hefur fengið fleiri stig á útivelli en á heimavelli. 28 á móti 27, hvort um sig í 13 leikjum.
- Liverpool vann leik liðanna á Anfield í haust 2-1 með marki Steven Gerrard í uppbótartíma eftir að Mido hafði komið Middlesbrough yfir.
- Fernando Torres verður líklega ekki með Liverpool vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir gegn Real Madrid í vikunni.
- Middlesbrough sitja í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar með 23 stig, stigi fyrir ofan West Brom.
- Middlesbrough hafa ekki unnið deildarleik síðan 9. nóvember á síðasta ári þegar þeir lögðu Aston Villa á útivelli 2-1.
- Síðasti deildarsigur þeirra á heimavelli var gegn Manchester City 29. október síðasta árs.
- Liðið hefur jafnframt náð í 15 af 23 stigum sínum á heimavelli.
- Síðasti deildarleikur liðanna á Riverside 12. janúar 2008. Middlesbrough 1 : 1 Liverpool. Mark Liverpool: Fernando Torres (71. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Middlesbrough-Liverpool
Öllum að óvörum unnu Middlesbrough leik á miðvikudag. Bikarsigurinn gegn West Ham mun hafa bætt sjálfstraust þeirra en ég var á þeirri skoðun að slæmu gengi þeirra færi að ljúka. Það er samt sem áður erfitt að leggja Liverpool að velli. Þrátt fyrir að leikurinn í Madrid á miðvikudag hafi reynt á tel ég að þeir muni ná einhverju út úr þessum leik.
Úrskurður: 1-1
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum