Mascherano: Það getur allt gerst ennþá
Javier Mascherano hvetur liðsfélaga sína í dag til þess að yfirfæra hið góða gengi liðsins í Meistaradeildinni yfir á ensku deildina.
Á morgun mætir Liverpool Middlesboro á útivelli og Mascherano vonast eftir jafngóðum leik þar og gegn Real Madrid á miðvikudaginn.
Argentínski landsliðsfyrirliðinn segir að andrúmsloftið í herbúðum Liverpool sé frábært eftir hinn frækna sigur liðsins á Real, en bætir því jafnframt við að liðið sé enn í baráttunni í ensku deildinni og þar megi hvergi slaka á.
,,Sigurinn á Real Madrid gefur okkur aukið sjálfstraust, það er ekki spurning, en nú verðum við að einbeita okkur að leikjunum gegn Middlesboro á morgun og Sunderland á þriðjudaginn. Ef við ætlum okkur að eiga sjéns í baráttunni við Manchester United þá verðum við að vinna báða þessa leiki."
,,Við verðum að halda okkar striki, jafnvel þótt Man. U. sé dálítið á undan okkur eins og er. Maður veit aldrei hvenær þeir fara að tapa stigum, það getur allt gerst og við verðum að halda í vonina."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!