| Heimir Eyvindarson
Alvaro Arbeloa er meiddur og verður frá í að minnsta kosti 10 daga.
Bakvörðurinn snjalli skaddaðist á hásin í leiknum gegn Real Madrid á miðvikudag og sætir nú læknismeðferð.
Þetta er auðvitað áfall fyrir Liverpool því Arbeloa hefur leikið mjög vel að undanförnu og meiðslavandræði lykilmanna eru næg fyrir. Fernando Torres verður sem kunnugt er frá í nokkra daga til viðbótar eftir hnjaskið sem hann varð fyrir í leiknum gegn Real og Steven Gerrard er varla kominn á ferðina eftir sín meiðsli.
Arbeloa mun missa af leikjunum gegn Middlesboro í dag og Sunderland á þriðjudaginn og það verður að teljast ólíklegt að hann verði orðinn klár fyrir seinni leikinn gegn Real Madrid, sem fer fram á þriðjudaginn eftir viku.
TIL BAKA
Arbeloa meiddur

Bakvörðurinn snjalli skaddaðist á hásin í leiknum gegn Real Madrid á miðvikudag og sætir nú læknismeðferð.
Þetta er auðvitað áfall fyrir Liverpool því Arbeloa hefur leikið mjög vel að undanförnu og meiðslavandræði lykilmanna eru næg fyrir. Fernando Torres verður sem kunnugt er frá í nokkra daga til viðbótar eftir hnjaskið sem hann varð fyrir í leiknum gegn Real og Steven Gerrard er varla kominn á ferðina eftir sín meiðsli.
Arbeloa mun missa af leikjunum gegn Middlesboro í dag og Sunderland á þriðjudaginn og það verður að teljast ólíklegt að hann verði orðinn klár fyrir seinni leikinn gegn Real Madrid, sem fer fram á þriðjudaginn eftir viku.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan