Fjandans sama!
Úkraínumaðurinn Andriy Voronin hefur farið á kostum með Hertha Berlin upp á síðkastið. Hann vill nú gera samning við þýska liðið og segist alls ekki vilja snúa aftur til Liverpool þegar lánstíma hans í Berlín lýkur. Hertha er í efsta sæti í þýsku deildinni og Andriy skoraði þrennu um helgina þegar lið hans vann Energie Cottbus 3:1. Hann hafði þetta að segja um stöðu sína í viðtali við þýska blaðið Bild.
"Mér er alveg sama hvort þeir hafa tekið eftir því hvort ég hef verið að spila. Ég skora núna mörk fyrir Hertha en ekki enskt lið. Mér er fjandans sama hvað þeim þarna á eyjunni finnst um mig. Ég vil að ákvörðun um framtíð mína verði tekin fyrir lok mars. Það hafa mörg lið spurst fyrir um mig. Ef forráðamenn Hertha verða of lengi að taka ákvörðun þá mun ég fara í viðræður við önnur félög."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!