Lykileinvígi í kvöld
Það verður hart barist á Anfield Road í kvöld þegar Liverpool og Real Madrid mætast í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Allir leikmenn liðanna munu leggja sig alla fram hvar svo sem þeir spila á vellinum. Á vefsíðu ITV var litið á þrjú lykileinvígi leikmanna.
JAMIE CARRAGHER v GONZALO HIGUAIN
Jamie Carragher er lykilmaður í vörn Liverpool. Hann stjórnar vörninni af mikilli röggsemi og er mjög erfiður mótherji. Gonzalo er í skugganum af goðsögninni Raul en hann hefur samt verið hættulegasti framherjinn á þessari leiktíð og hefur skorað 14 mörk í 23 deildarleikjum. Hann hefur þó ekki enn skorað Evrópumark.
STEVEN GERRARD v FERNANDO GAGO
Fyrirliði Liverpool er mest skapandi leikmaður síns liðs hvort sem hann leikur framarlega á miðjunni eða í venjulegri fjögurra manna miðju. Hann er markahæsti maður liðsins síns í Meistaradeildinni á þessari leiktíð með fimm mörk. Það er trúlegt að Fernando verði látinn reyna að hafa hemil á Steven en þessi 22. ára Argentínumaður á samt mikið eftir ólært í því hlutverki.
FERNANDO TORRES v PEPE
Meiðsli hafa haft mikil áhrif á leikform Fernando og það á eftir að sjá hversu mikið hann getur spilað í leiknum. Hann hefur verið meiddur á ökkla og þarf að fara í læknisskoðun rétt fyrir leik til að skera úr hvort hann verður leikfær. Þessi fyrrum sóknarmaður Atletico Madrid vill endilega spila á móti þessum fyrrum grönnum sínum og reyna að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark á leiktíðinni. Pepe er núna besti varnarmaður Madrid. Hraði hans og leikskilningur mun skipta miklu í að halda Fernando í skefjum.
Svo er að sjá hvernig þessi einvígi og önnur þróast í kvöld!
Þeir Alvaro Arbeloa og Fernando Torres eru tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla og ekki vitað hvort eða hversu mikið þeir geta tekið þátt í leiknum. Þeir Yossi Benayoun og Daniel Agger munu ekki vera með vegna meiðsla.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu