Mascherano lofar að haga sér eins og maður
Javier Mascherano segist hafa lært sína lexíu í síðustu heimsókn sinni á Old Trafford, og lofar að leikurinn endurtaki sig ekki á laugardaginn.
Eins og flestir muna væntanlega þá var Mascherano rekinn út af í leik liðanna á Old Trafford á síðasta keppnistímabili, eftir kröftug orðaskipti við Steve Bennett dómara leiksins.
Leikur liðanna á laugardaginn er gríðarlega mikilvægur fyrir Liverpool því ef liðið tapar leiknum þá má segja að titilvonirnar séu endanlega úti í bili. Mascherano segist gera sér fulla grein fyrir því að Liverpool þurfi á öllum sínum ellefu mönnum að halda í leiknum og lofar því að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur að þessu sinni.
,,Ég gerði stór mistök í leiknum á síðasta tímabili og ég sé enn gríðarlega eftir því. Ég var niðurbrotinn maður eftir þetta, en nú hef ég lært mína lexíu og ætla ekki að láta svona vitleysu endurtaka sig."
,,Ég ætla að einbeita mér að því að leika vel fyrir liðið og sleppa því að láta dómarann fara í taugarnar á mér", en seinna gula spjaldið sem Mascherano fékk í umræddum leik var einmitt eftir orðaskak við dómarann. Hið fyrra fékk hann á upphafsmínútum leiksins fyrir brot á Paul Scholes.
Þótt Maschorano segist hafa þroskast í þessum efnum frá því í fyrra þá mátti sjá glitta í gamla takta hjá honum í leik Liverpool og Real Madrid á þriðjudaginn, en þá stóð hann í stappi við dómara leiksins eftir að hafa fengið áminningu fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að aukaspyrna hafði verið dæmd. Hann hefur það þó sér til málsbóta að glögglega sést á myndbandsupptökum að Mascherano sparkar boltanum burt rétt í þann mund er flautan gellur, og því er ekki hægt að segja annað en dómurinn hafi verið strangur. En Mascherano vill ekki dvelja við það liðna, hann segir að nú snúist allt um það að leggja Manchester United að velli á laugardaginn.
,,Það var mikið afrek hjá okkur að leggja Real Madrid að velli með svona afgerandi hætti og það sýnir okkur enn og aftur að við getum unnið hvaða lið sem er, ef við setjum okkur í rétta gírinn."
,,Við erum ánægðir með sigurinn á þriðjudaginn, en nú er sá leikur að baki og leikurinn á laugardaginn það eina sem skiptir máli. Við vitum að Man. U. verða erfiðir heim að sækja, en ef við náum upp sama kraftinum og gegn Real þá getur allt gerst."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni