Umsagnir
Það er alltaf gaman að lesa umsagnir um frammistöðu leikmanna Liverpool. Á vefsíðu Guardian fengu hetjur Liverpool þessar umsagnir fyrir framgöngu sína gegn hinum Konunglegu frá Madríd.
José Reina: Hann varði tvisvar frá Wesley Sneijder. Báðar þær markvörslur voru mikilvægar því þær gengu endanlega frá þeim litlu vonum sem Real Madrid átti um endurkomu í þessari rimmu. Einkunn: 7.
Alvaro Arbeloa: Hann valdi sér tíma til að taka þátt í sóknarleiknum og þegar hann gerði það munaði virkilega um þátttöku hans í sókninni. Hann vann vítið gegn Gabriel Heinze sem var reyndar út í hött. Einkunn: 7.
Martin Skrtel: Hann var mjög traustur allan leikinn gegn Raúl. Honum leist greinilega aldrei almennilega á einvígið við varnarmanninn sterka frá Slóvakíu. Einkunn: 7.
Jamie Carragher: Raúl var einn í sókninni í stað Gonzalo Higuaín og það hentaði miðverðinum vel. Hann las hlaup hins reynda sóknarmanns allan tímann. Einkunn: 7.
Fabio Aurelio: Lék jafnvel enn betur en á Bernabéu. Hann tapaði aldrei einvígi og var alltaf tiltækur á vinstri kantinum. Einkunn: 8.
Xabi Alonso: Átti sendinguna sem gaf vítið sem Steven Gerrard skoraði úr. Hafði mjög góðar gætur á Lassana Diarra. Einkunn: 7.
Javier Mascherano: Átti frábæran leik en slakur dómari leiksins bókaði hann fyrir að sparka boltanum í burtu. Hann fékk leikbann fyrir vikið. Einkunn: 8.
Dirk Kuyt: Vann eins og hestur en náði ekki að vinna nógu vel úr nokkrum góðum stöðum sem hefðu getað gert sigurinn á Real enn stærri. Einkunn: 6.
Steven Gerrard: Sýndi hina miklu reynslu sem hann býr yfir í 100. Evrópuleik sínum fyrir félagið og skoraði tvö mörk. Einkunn: 9.
Ryan Babel: Átti ekki nógu góðan leik en bætti fyrir það með snjöllum tilþrifum og góðri sendingu þegar hann lagði upp seinna markið hans Steven Gerrard. Einkunn: 7.
Fernando Torres: Ekki var að sjá að hann væri snúinn á ökkla. Gaf tóninn með hættulegri rispu á annarri mínútu og stoppaði aldrei eftir það. Einkunn: 9.
Varamenn fengu ekki einkunn.
Lucas Leiva leysti Xabi Alonso af.
Jay Spearing leysti Steven Gerrard af.
Andrea Dossena leysti Fernando Torres af.
Iker Casillas þótti besti maður Real Madrid og fékk 8 í einkunn.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!