| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Zidane segir Gerrard bestan
Franska goðsögnin Zinedine Zidane telur að Steven Gerrard sé besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Zidane fylgdist með fyrrum félögum sínum í Real Madrid á Anfield þar sem þeir voru kjöldregnir af Liverpool með Gerrard í fararbroddi.
,,Er hann sá besti í heimi ? Hann fær kannski ekki sömu athygli og Lionel Messi og Ronaldo en já, ég held að hann sé sá besti," sagði Zidane.
,,Ef þú hefur ekki leikmann líkt og Steven Gerrard, inni á miðri miðjunni, getur það haft áhrif á allt liðið. Þegar við vorum hvað sigursælastir hjá Real og vorum að vinna deildina og Evrópubikarinn sagði ég alltaf að Claude Makelele væri okkar mikilvægasti leikmaður."
,,Það er engin leið að ég, Luis Figo eða Raul hefðum getað gert það sem við gerðum án Claude og það sama gildir um Liverpool og Gerrard. Hann býr yfir gríðarlegri sendingargetu, getur tæklað og skorað mörk, en það mikilvægasta er að hann gefur leikmönnunum í kringum sig meira sjálfstraust."
,,Það er ekki hægt að læra þetta, leikmenn eins og hann eru bara fæddir með þessa eiginleika."
,,Er hann sá besti í heimi ? Hann fær kannski ekki sömu athygli og Lionel Messi og Ronaldo en já, ég held að hann sé sá besti," sagði Zidane.
,,Ef þú hefur ekki leikmann líkt og Steven Gerrard, inni á miðri miðjunni, getur það haft áhrif á allt liðið. Þegar við vorum hvað sigursælastir hjá Real og vorum að vinna deildina og Evrópubikarinn sagði ég alltaf að Claude Makelele væri okkar mikilvægasti leikmaður."
,,Það er engin leið að ég, Luis Figo eða Raul hefðum getað gert það sem við gerðum án Claude og það sama gildir um Liverpool og Gerrard. Hann býr yfir gríðarlegri sendingargetu, getur tæklað og skorað mörk, en það mikilvægasta er að hann gefur leikmönnunum í kringum sig meira sjálfstraust."
,,Það er ekki hægt að læra þetta, leikmenn eins og hann eru bara fæddir með þessa eiginleika."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan