Mark spáir í spilin
Hvaða útfærslu af leik Liverpool gætum við átt von á að sjá á morgun? Verður lagt upp með hinn kraftmikla sóknarleik sem kaffærði Real Madrid eða á að fara varlega? Stuðningsmenn Liverpool voru í skýjunum eftir hinn frábæra sigur á Real en samt hugsuðu margir þá hugsun, í sigurvímunni, hvers vegna í ósköpunum Liverpool hefði ekki kaffært hina ýmsu mótherja sína í deildinni á sama hátt í stað þess að þurfa svo að sætta sig svo við jafntefli eftir kraftleysi. Já, hvernig stendur á því að svona hefur ekki verið gengið fram í heimaleikjum gegn West Ham United, Fulham, Hull City og Manchester City svo nokkrir jafnteflisleikir séu taldir? Þetta er hreinlega óskiljanlegt ef slátrunin á Real Madrid er höfð í huga!
Trúlega felst besti möguleikinn, í að vinna nauðsynlega sigur á Old Trafford, einmitt í að mæta til leiks með sama hugarfari og gert var gegn Real Madrid. Víst felst verkefni morgundagsins í að vinna útisigur á Manchester United sem hefur farið mikinn síðustu vikurnar. En það hefur komið vel í ljós síðustu vikurnar að besta ráðið til að koma United úr jafnvægi er að leika fast og sækja til sigurs. Sum lið hafa legið aftur og látið United taka frumkvæðið en slíkt er ávísun á ófarir. Rauði herinn verður að mæta í sóknarhug til Manchester í leik sem svo sárlega þarf að vinna!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar á eftir Manchester United og Chelsea.
- Liverpool og Manchester United komust bæði í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar núna í vikunni.
- Manchester United hefur unnið síðustu ellefu deildarleiki sína.
- Manchester United hefur unnið síðustu fjóra deildarleiki sína á Old Trafford gegn Liverpool.
- Liverpool vann síðast á Old Trafford á leiktíðinni 2003/2004. Danny Murphy skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Liverpool hefur unnið 99 deildarleiki undir stjórn Rafael Benítez.
- Steven Gerrard er markahæsti leikmaður Liverpool á leiktíðinni með 17 mörk.
- Níu af þeim mörkum hafa komið í deildinni.
- Síðasti deildarleikur liðanna á Old Trafford. 23. mars 2008. Manchester United : Liverpool 3:0. Mörk Manchester United: Wes Brown (34. mín.), Cristiano Ronaldo (79. mín.) og Luis Nani (81. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Manchester United v Liverpool
Bæði lið náðu stórgóðum úrslitum í Evrópuleikjum sínum í vikunni en nú beinist athyglin að Úrvalsdeildinni. Staðan er nú þannig að Manchester United er mjög líklegt til að vinna titilinn og það breytist ekki þótt liðið tapi á laugardaginn. Ég held að það verði jafntefli í þessum leik.
Rafael Benítez kom mörgum á óvart í miðri vikunni með þeirri leikaðferð sem hann lagði upp gegn Real Madrid þegar blásið var til sóknar strax frá fyrstu mínútu. Þessari aðferð mun hann þó ekki beita á Old Trafford. Hann er bara ekki þannig gerður. Hann mun miklu frekar leggja upp með að reyna að halda markinu hreinu, ergja United og ná svo einu marki. Ég spái sem sagt marklausu jafntefli og ég held að United muni alveg sætta sig við það.
Úrskurður: Manchester United v Liverpool 0:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!