Við spiluðum eins og karlmenn!
Steven Gerrard átti stórleik á Old Trafford í dag þegar Liverpool vann stórsigur 4:1 á Manchester United og skoraði eitt af mörkunum. Steven segir að allir leikmenn Liverpool hafi leikið eins og sannir karlmenn.
"Liðið lék frábærlega í dag frá aftasta til fremsta manns. Við lentum marki undir en sýndum mikinn styrk og snerum leiknum okkur í hag. Þetta var nokkuð þægilegt fyrir okkur undir lokin og þá sérstaklega eftir að við urðum manni fleiri. En við vorum líka sterkara liðið þegar bæði lið voru fullskipuð og við spiluðum eins og sannir karlmenn. Við stjórnuðum gangi mála og þegar upp var staðið þá var þetta öruggur sigur."
"Það mikilvægasta var þó að sigurinn minnkaði bilið milli liðanna en við eigum mikið verk óunnið og við þurfum að hafa heppnina með okkur á lokasprettinum. Manchester United er með frábært lið en ég vona að sigur okkar færi öðrum liðum trú á að þau geti líka lagt United að velli."
Steven Gerrard skoraði annað mark Liverpool í leiknum þegar hann kom Liverpool í 2:1 út vítaspyrnu. Þetta var fyrsta mark hans á Old Trafford.
"Ég hef verið svo lánsamur að vera í sigurliði hérna áður en það var frábær tilfinning að skora mark hérna. Ég hef oft mátt heyra það hérna síðustu tíu árin þannig að það var sérlega gaman að skora og geta strítt mönnum svolítið."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!