| Sf. Gutt

Erfitt verkefni

Rafael Benítez á von á mjög erfiðum leikjum gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Liðin mættust í undanúrslitum í Evrópukeppninni á síðustu leiktíð og þá féll Liverpool naumlega úr leik samanlagt 4:3. Hann segir að leikmenn sínir verði að læra af mistökunum sem voru gerð í þeirri rimmu.

"Vonandi á það ekki eftir að ráða úrslitum að seinni leikurinn verður á útivelli. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum á Anfield, með hjálp stuðningsmanna okkur, til að hafa með okkur í nesti í leikinn á Stamford Bridge. Við verðum að varast að gera mistök í fyrri leiknum eins og við gerðum í fyrri leiknum í undanúrslitunum á síðasta keppnistímabili. Þetta verða mjög erfiðir leikir en við erum að spila vel um þessar mundir og við höfum fulla trú á að við getum haft betur."

Með því að tala um að forðast mistök eins og á síðustu leiktíð er Rafael Benítez líklega að vísa til sjálfsmarksins sem John Arne Riise skoraði í fyrri undanúrslitaleik liðanna á Anfield en þar varð jafntefli 1:1. Rafa hafði sagt fyrir dráttinn í Meistaradeildinni í gær að hann vonaðist eftir því að Liverpool myndi ekki dragast gegn ensku liði. Honum varð ekki að ósk sinni.

"Þegar hér er komið við sögu í keppninni lendir maður alltaf gegn góðu liði og Chelsea er með mjög gott lið. Liðin þekkja hvort annað vel og þetta er spennandi dráttur. Við vissum að það yrði erfitt að forðast að lenda á móti ensku liði en við mætum í þessa leiki með gott sjálfstraust í vegarnesti."

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan