Carra hrósar Murphy
Jamie Carragher hafði samband við Danny Murphy og þakkaði honum fyrir að hafa átt þátt í 2-0 sigri Fulham á Manchester United og þar með komið Liverpool aftur í titilbaráttuna. Nú munar einu stigi á liðunum en United eiga enn leik til góða.
,,Ég sendi Danny sms skilaboð fyrir leikinn og óskaði honum góðs gengis og svo sendi ég honum annað eftir leik og þakkaði honum fyrir," sagði Carra í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins.
,,Hann gerði okkur greiða, en nú er það undir okkur komið að nýta okkur það."
Fulham hafa staðið sig vel á sínum heimavelli á tímabilinu og hafa þeir t.a.m. unnið Arsenal og gert jafntefli við Chelsea. Carra veit því vel af hættunni sem stafar af Fulham og Danny Murphy og hann býst við erfiðum leik á laugardaginn.
,,Danny hefur líklega verið besti maður Fulham á tímabilinu ásamt Brede Hangeland í vörninni," sagði Carragher. ,,Danny er fyrirliði núna og er núna meira í því að stjórna spilinu á miðjunni. Hann býr yfir mikilli reynslu þannig að við vitum að þetta verður erfitt. Við verðum að reyna að stöðva hann vegna þess ég held að hann hjartslátturinn í liðinu."
,,Chelsea náðu aðeins jafntefli á Craven Cottage, þeir unnu Arsenal síðastliðið haust og við náðum ekki að vinna hann þá á Anfield þannig að við munum eiga mjög erfiðan leik fyrir höndum. Við verðum að reyna að vera ekki enn eitt stórliðið sem vinnur ekki þarna."
Sigur í London þýðir að Liverpool tyllir sér í toppsæti deildarinnar þar sem Manchester United og Aston Villa mætast ekki fyrr en á sunnudaginn.
,,Við eigum möguleika á því að komast á topp deildarinnar þar sem United spila ekki fyrr en á sunnudaginn og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik sem er eftir í deildinni og reyna að ná United. Jafntefli eru líklega ekki góð úrslit, jafnvel þó að það dugi okkur til að komast á toppinn vegna betri markatölu. Ég vil vera á toppnum í deildinni þegar leikurinn er flautaður af á laugardaginn ."
Carra veit að það er gríðarlega mikilvægt að Liverpool nái í öll þau stig sem eru í boði til þess að reyna að gera leikinn sem United eiga til góða þýðingarlausann.
Hann sagði: ,,Maður hefði ekki búist við því fyrirfram að United myndi tapa tveimur leikjum í röð. En svona er titilbaráttan í Englandi, gríðarlega hörð. Hver einasti leikur er erfiður og það sýnir bara hversu vel við höfum gert á tímabilinu að tapa aðeins tveimur leikjum í deildinni á meðan United töpuðu tveimur leikjum í röð. United á enn leik til góða, en nú er það markmið okkar að vinna alla leiki sem eftir eru svo að auka leikurinn þeirra nýtist þeim ekki."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni