Höldum áfram á sömu braut
Liverpool hefur unnið báða deildarleiki sína gegn Chelsea á þessari leiktíð. Jamie Carragher stefnir nú á að halda áfram á sömu braut þegar liðin mætast í Evrópukeppninni í kvöld.
"Við höfum náð frábærum árangri gegn Chelsea á þessari leiktíð og ef við spilum eins og í deildarleikjunum tveimur þá getum við komist áfram. Við förum kannski með meira sjálfstraust til leiks því við unnum báða leikina gegn þeim hingað til. Ég er viss um að við hefðum ekki verið eins brattir ef við hefðum tapað tvisvar fyrir þeim fyrir þennan leik. Þessir sigrar gefa okkur því ákveðinn styrk."
Chelsea sló Liverpool út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá var fyrri leikurinn, eins og núna, á Anfield Road og þá varð jafntefli 1:1. Jamie vonast til að betur gangi á þessari leiktíð.
"Núna er ný leiktíð og við erum líklega að spila betur en í fyrra. Sjálfsmarkið hjá John Arne Riise var óheppilegt því ef það hefði ekki komið til held ég að við hefðum komist áfram. Á þessu sést hversu jöfn þessi lið eru."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum