| Sf. Gutt
TIL BAKA
Steven lemstraður
Steven Gerrard er lemstraður eftir Evrópuleikinn við Chelsea í gærkvöldi og verður hugsanlega ekki með þegar Liverpool spilar við Blackburn Rovers á laugardaginn.
Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði eftir leikinn við Chelsea að Steven hefði ekki verið fullomlega heill og það hefði mátt greina þreytu hjá honum. Það sama hefði gilt um Fernando Torres. Hann sagði að Steven hefði ekki náð að láta mikið til sín taka í gærkvöldi þar sem leikmenn Chelsea hefðu haft sérstaklega góðar gætur á honum.
Steven Gerrard fór í myndatöku í dag til að ganga úr skugga um hvers eðlis meiðsli hans væru. Nú í kvöld greina ýmsir vefmiðlar frá því að myndatakan hafi leitt í ljós að Steven sé lítillega tognaður á nára. Á þessu stigi málsins er alls óvíst um hversu mikið þessi meiðsli munu halda Steven frá keppni. Steven hefur af og til á leiktíðinni verið slæmur í nára og svo tognaði hann aftan í læri í janúar. Nú er að sjá hvort fyrirliðinn missir af einhverjum af þeim mikilvægu leikjum sem eru framundan.
Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði eftir leikinn við Chelsea að Steven hefði ekki verið fullomlega heill og það hefði mátt greina þreytu hjá honum. Það sama hefði gilt um Fernando Torres. Hann sagði að Steven hefði ekki náð að láta mikið til sín taka í gærkvöldi þar sem leikmenn Chelsea hefðu haft sérstaklega góðar gætur á honum.
Steven Gerrard fór í myndatöku í dag til að ganga úr skugga um hvers eðlis meiðsli hans væru. Nú í kvöld greina ýmsir vefmiðlar frá því að myndatakan hafi leitt í ljós að Steven sé lítillega tognaður á nára. Á þessu stigi málsins er alls óvíst um hversu mikið þessi meiðsli munu halda Steven frá keppni. Steven hefur af og til á leiktíðinni verið slæmur í nára og svo tognaði hann aftan í læri í janúar. Nú er að sjá hvort fyrirliðinn missir af einhverjum af þeim mikilvægu leikjum sem eru framundan.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan