Mark spáir í spilin
Leikmenn Liverpool hafa sannarlega verið á skotskónum í síðustu leikjum og sú öfugmæli að liðið sé varnarsinnað eru nú ekki höfð uppi við af sparkspekingum. Þessi kraftur sem hefur verið í liði Liverpool að undanförnu lofar góðu. Það er að minnsta kosti ekki leiðinlegt að horfa á Liverpool spila knattspyrnu þessa dagana. Svo hefur liðið ekki verið með fleiri stig eftir jafnmarga leiki frá því 1987/88. Þá varð liðið enskur meistari!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester United.
- Liverpool gerði jafntefli gegn Arsenal eftir fimm deildarsigra í röð.
- Liverpool hefur skorað flest mörk í efstu deild eða 63 talsins. Ekki sem verst hjá liði sem sumir telja varnarsinnað!
- Liverpool hefur skorað tólf mörk í síðustu þremur leikjum eða fjögur mörk í hverjum leik.
- Liverpool hefur gert 4:4 jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum!
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Steven Gerrard er markahæsti leikmaður Liverpool á leiktíðinni með 21 mark.
- Þrettán af þeim mörkum hafa komið í deildinni.
- Fernando Torres hefur líka skorað þrettán deildarmörk.
- Hull City hefur skorað 16 mörk í 16 heimaleikjum sínum í deildinni á leiktíðinni.
- Tveir fyrrum leikmenn Liverpool eru hjá Hull City. Þetta eru Nick Barmby sem ákvað að enda feril sinn í heimaborg sinni og markvörðurinn Tony Warner. Tony lék reyndar aldrei með aðalliði Liverpool en hann ólst upp hjá félaginu. Hann hefur verið í láni hjá Leicester City að undanförnu.
- Liverpool hefur aldrei áður leikið á KC leikvanginum í Hull en leikvangurinn var tekin í notkun fyrir fáum árum
- Liverpool og Hull City hafa leikið 13 leiki saman og hefur Rauði herinn aldrei tapað.
Spá Mark Lawrenson
Hull City v Liverpool
Ég tók eftir því að Phil Brown, framkvæmdastjóri Hull, gagnrýndi mig í upphafi leiktíðar þegar ég hélt því fram að liðið hans myndi eiga í erfiðleikum með að halda sér í deildinni. Sjálfstraustið er nú lítið í liðinu og þeir hafa ekki menn í sínum röðum sem geta unnið leiki.
Manchester United hefur meistaratitilinn í höndum sér og vinna hann nema þeir hendi honum frá sér. Liverpool er að spila mjög vel og gengur vel að skora mörk. Síðustu tveir leikir liðsins hafa endað 4:4. Ástæðan fyrir þeim úrslitum var sú að liðið var í þeirri aðstöðu í leikjunum að þurfa að reyna að jafna metin.
Úrskurður: Hull City v Liverpool 0:2.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni