| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool sneri Hull niður
Kjördagur var góður fyrir stuðningsmenn Liverpool. Liðið þeirra lék ekki vel gegn Hull í dag en náði að snúa mótherja sína niður og vinna 3:1 sigur. Sigurinn kom Liverpool á toppinn um stund.
Liverpool byrjaði vel og á 7. mínútu náði Yossi Benayoun boltanum við miðjuna. Hann lék upp að vítateignum framhjá þremur leikmönnum Hull áður en hann skaut. Varnarmaður komst fyrir boltann sem hrökk til Fernando Torres en Boaz Myhill varði með því að slá boltann yfir. Litlu síðar fékk Yossi boltann úti vinstra megin. Hann lék inn í teiginn og átti svo skot sem fór rétt yfir fjærhornið. Tígrarnir voru bitlausir til að byrja með en fóru svo að sýna tennurnar. Á 17. mínútu fékk Hull innkast frá hægri. Varnarmaður Liverpool skallaði frá og boltinn fór út á Deiberson Geovanni sem náði föstu skoti sem sveif rétt framhjá vinklinum. Vörn Liverpool var ekki traust og leikmenn Hull fundu það. Helsta ógn þeirra kom eftir horn og aukaspyrnur.
Allt leit út fyrir markalausan fyrri hálfleik þar til Liverpool fékk aukaspyrnu rétt utan vítateig. Heimamenn mótmæltu harðlega því þeir töldu dóminn rangan. Xabi Alonso tók aukaspyrnuna en skot hans fór beint í varnarvegginn. Boltinn hrökk aftur til Xabi sem þrumaði aftur að marki og nú lá boltinn í markinu. Glæsilega gert hjá Spánverjanum sem smellhitti boltann. Leikmenn Liverpool sluppu vel að vera yfir í hálfleik því liðið hafði alls ekki leikið vel í fyrri hálfleik.
Lengi vel gerðist ekkert í síðari hálfleik og það var ekki fyrr en á 58. mínútu sem áhorfendur fengu eitthvað til að tala um. Martin Skrtel og Caleb Folan eltu þá boltann inn á vítateig Liverpool. Þar féllu þeir báðir og dómarinn rak Caleb af velli. Ástæðan var sú að Caleb sparkaði viljandi í Martin eftir að þeir féllu. Heimamönnum fannst dómurinn harður en hann stóð eins og aðrir dómar. Liverpool færði sér liðsmuninn í nyt á 63. mínútu. Liverpool fékk hornspyrnu frá vinstri. Xabi og Yossi spiluðu úr henni. Yossi sendi inn á teiginn þar sem boltinn hrökk út eftir að hafa farið í Lucas Leiva. Martin fékk boltann og skaut að marki. Skotið var ekki vel heppnað og virtist hættulaust þar til Dirk Kuyt kom á vettvang og skallaði boltann í markið af stuttu færi. Enn reiddust heimamenn því þeir töldu að boltinn hefði farið í hendina á Lucas. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu á hinn bóginn góðri forystu.
Flestir töldu nú að Liverpool hefði leikinn í höndum sér en Hull gafst ekki upp. Á 72. mínútu fékk Daniel Cousin langa sendingu út á vinstri kant. Þar sneri hann á Martin, lék upp að endamörkum og sendi fyrir markið á Deiberson Geovanni sem skoraði óvaldaður af markteig. Rétt á eftir lagði Fernando upp færi fyrir Lucas Leiva en hann skaut yfir úr þokkalegu færi. Á 79. mínútu sendi Dirk góða fyrir markið á Fernando en skalli hans fór í þverslá og út.
Það var spenna í loftinu eftir því sem leið að leikslokum enda munaði nú einu marki. Leikmenn Liverpool virkuðu óöruggir og reyndu nú bara að halda þengnum hlut enda þrjú dýrmæt stig í húfi. Mínútu fyrir leikslok náði Liverpool þó að gera út um leikinn. Xabi sendi út á Alvaro sem komst inn á teiginn hægra megin. Boaz varði skot hans en hélt ekki boltanum. Dirk Kuyt var snöggur að átta sig og rendi boltann í autt markið. Nú gátu fylgismenn Liverpool fagnað harðsóttum sigri og efsta sætinu um stundarsakir.
Hull City: Myhill, Ricketts, Zayatte, Turner, Kilbane, Fagan (Mendy 62. mín.), Boateng (Manucho 79. mín.), Marney, Geovanni, Barmby (Cousin 62. mín.) og Folan. Ónotaðir varamenn: Duke, Hughes, Garcia og Halmosi.
Mark Hull City: Deiberson Geovanni (72. mín.).
Rautt spjald: Caleb Folan.
Gul spjöld: Dean Marney, Nick Barmby og Chris Fagan.
Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Insua, Kuyt (Dossena 90. mín.), Alonso, Mascherano (El Zhar 84. mín.), Benayoun (Agger 87. mín.), Leiva og Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Riera, Aurelio og Ngog.
Mörk Liverpool: Xabi Alonso (45. mín.) og Dirk Kuyt (63. og 89. mín.).
Gult spjald: Alvaro Arbeloa.
Áhorfendur á Kingston Communications leikvanginum: 24.942.
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Hollendingurinn skoraði mörkin sem færðu Liverpool sigur. Hollendingurinn er alltaf jafn duglegur og átti þátt í flestum bestu sóknum Liverpool. Dirk er nú búinn að skora þrettán mörk á leiktíðinni og þau hafa flest skipt sköpum.
Rafael Benítez: Ég er ánægður því við verðskulduðum sigur og náðum þremur stigum úr erfiðum leik. Þeir börðust vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Við vorum svolítið taugaóstyrkir en sýndum styrk okkar.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í öðru sæti í deildinni. - Xabi Alonso skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni. - Dirk Kuyt hefur nú skorað þrettán mörk á þessari leiktíð. - Liverpool lék í fyrsta sinn á Kingston Communications leikvanginum. - Hull City lék á gamla heimavelli sínum Boothferry Park þegar Liverpool kom síðast í heimsókn. - Leikmenn Liverpool hafa verið á skotskónum í síðustu leikjum. Þeir hafa skorað 30 mörk í síðustu níu leikjum. - Þetta var fjórtánda viðureign Liverpool og Hull City. Liverpool hefur enn ekki tapað fyrir Tígrunum og unnið ellefu leiki af þessum fjórtán.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Liverpool byrjaði vel og á 7. mínútu náði Yossi Benayoun boltanum við miðjuna. Hann lék upp að vítateignum framhjá þremur leikmönnum Hull áður en hann skaut. Varnarmaður komst fyrir boltann sem hrökk til Fernando Torres en Boaz Myhill varði með því að slá boltann yfir. Litlu síðar fékk Yossi boltann úti vinstra megin. Hann lék inn í teiginn og átti svo skot sem fór rétt yfir fjærhornið. Tígrarnir voru bitlausir til að byrja með en fóru svo að sýna tennurnar. Á 17. mínútu fékk Hull innkast frá hægri. Varnarmaður Liverpool skallaði frá og boltinn fór út á Deiberson Geovanni sem náði föstu skoti sem sveif rétt framhjá vinklinum. Vörn Liverpool var ekki traust og leikmenn Hull fundu það. Helsta ógn þeirra kom eftir horn og aukaspyrnur.
Allt leit út fyrir markalausan fyrri hálfleik þar til Liverpool fékk aukaspyrnu rétt utan vítateig. Heimamenn mótmæltu harðlega því þeir töldu dóminn rangan. Xabi Alonso tók aukaspyrnuna en skot hans fór beint í varnarvegginn. Boltinn hrökk aftur til Xabi sem þrumaði aftur að marki og nú lá boltinn í markinu. Glæsilega gert hjá Spánverjanum sem smellhitti boltann. Leikmenn Liverpool sluppu vel að vera yfir í hálfleik því liðið hafði alls ekki leikið vel í fyrri hálfleik.
Lengi vel gerðist ekkert í síðari hálfleik og það var ekki fyrr en á 58. mínútu sem áhorfendur fengu eitthvað til að tala um. Martin Skrtel og Caleb Folan eltu þá boltann inn á vítateig Liverpool. Þar féllu þeir báðir og dómarinn rak Caleb af velli. Ástæðan var sú að Caleb sparkaði viljandi í Martin eftir að þeir féllu. Heimamönnum fannst dómurinn harður en hann stóð eins og aðrir dómar. Liverpool færði sér liðsmuninn í nyt á 63. mínútu. Liverpool fékk hornspyrnu frá vinstri. Xabi og Yossi spiluðu úr henni. Yossi sendi inn á teiginn þar sem boltinn hrökk út eftir að hafa farið í Lucas Leiva. Martin fékk boltann og skaut að marki. Skotið var ekki vel heppnað og virtist hættulaust þar til Dirk Kuyt kom á vettvang og skallaði boltann í markið af stuttu færi. Enn reiddust heimamenn því þeir töldu að boltinn hefði farið í hendina á Lucas. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu á hinn bóginn góðri forystu.
Flestir töldu nú að Liverpool hefði leikinn í höndum sér en Hull gafst ekki upp. Á 72. mínútu fékk Daniel Cousin langa sendingu út á vinstri kant. Þar sneri hann á Martin, lék upp að endamörkum og sendi fyrir markið á Deiberson Geovanni sem skoraði óvaldaður af markteig. Rétt á eftir lagði Fernando upp færi fyrir Lucas Leiva en hann skaut yfir úr þokkalegu færi. Á 79. mínútu sendi Dirk góða fyrir markið á Fernando en skalli hans fór í þverslá og út.
Það var spenna í loftinu eftir því sem leið að leikslokum enda munaði nú einu marki. Leikmenn Liverpool virkuðu óöruggir og reyndu nú bara að halda þengnum hlut enda þrjú dýrmæt stig í húfi. Mínútu fyrir leikslok náði Liverpool þó að gera út um leikinn. Xabi sendi út á Alvaro sem komst inn á teiginn hægra megin. Boaz varði skot hans en hélt ekki boltanum. Dirk Kuyt var snöggur að átta sig og rendi boltann í autt markið. Nú gátu fylgismenn Liverpool fagnað harðsóttum sigri og efsta sætinu um stundarsakir.
Hull City: Myhill, Ricketts, Zayatte, Turner, Kilbane, Fagan (Mendy 62. mín.), Boateng (Manucho 79. mín.), Marney, Geovanni, Barmby (Cousin 62. mín.) og Folan. Ónotaðir varamenn: Duke, Hughes, Garcia og Halmosi.
Mark Hull City: Deiberson Geovanni (72. mín.).
Rautt spjald: Caleb Folan.
Gul spjöld: Dean Marney, Nick Barmby og Chris Fagan.
Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Insua, Kuyt (Dossena 90. mín.), Alonso, Mascherano (El Zhar 84. mín.), Benayoun (Agger 87. mín.), Leiva og Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Riera, Aurelio og Ngog.
Mörk Liverpool: Xabi Alonso (45. mín.) og Dirk Kuyt (63. og 89. mín.).
Gult spjald: Alvaro Arbeloa.
Áhorfendur á Kingston Communications leikvanginum: 24.942.
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Hollendingurinn skoraði mörkin sem færðu Liverpool sigur. Hollendingurinn er alltaf jafn duglegur og átti þátt í flestum bestu sóknum Liverpool. Dirk er nú búinn að skora þrettán mörk á leiktíðinni og þau hafa flest skipt sköpum.
Rafael Benítez: Ég er ánægður því við verðskulduðum sigur og náðum þremur stigum úr erfiðum leik. Þeir börðust vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Við vorum svolítið taugaóstyrkir en sýndum styrk okkar.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í öðru sæti í deildinni. - Xabi Alonso skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni. - Dirk Kuyt hefur nú skorað þrettán mörk á þessari leiktíð. - Liverpool lék í fyrsta sinn á Kingston Communications leikvanginum. - Hull City lék á gamla heimavelli sínum Boothferry Park þegar Liverpool kom síðast í heimsókn. - Leikmenn Liverpool hafa verið á skotskónum í síðustu leikjum. Þeir hafa skorað 30 mörk í síðustu níu leikjum. - Þetta var fjórtánda viðureign Liverpool og Hull City. Liverpool hefur enn ekki tapað fyrir Tígrunum og unnið ellefu leiki af þessum fjórtán.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan