| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Kuyt með 25 mörk í 100 deildarleikjum
Vinnuþjarkurinn Dirk Kuyt var hetja dagsins, en hann gerði tvö mörk í sigrinum gegn Hull.
Þetta var 100. deildarleikur Hollendingsins fyrir Liverpool liðið og hann hefur nú alls skorað 25 mörk í Úrvalsdeildinni.

Hollendingurinn var svo sannarlega á skotskónum í dag þegar hann tryggði okkar mönnum 3-1 sigur á Hull.
,,Það er alltaf ánægjulegt að skora mörk, en það er sérstaklega ánægjulegt að skora þau fyrir jafn frábært félag og Liverpool", sagði Kuyt í viðtali við Sky að loknum leiknum í dag.
,,Hull eru erfiðir heim að sækja, við vissum að þetta yrði erfitt því að þeir sköpuðu okkur mikil vandræði á Anfield fyrir áramót svo það kom okkur ekkert á óvart að þetta yrði baráttuleikur."
,,Við náðum kannski ekki að sýna okkar bestu hliðar í dag, en við sýndum baráttuvilja og það er mikilvægt. Þessi leikur var alls ekki sá besti sem við höfum spilað, en við náðum okkur í þrjú dýrmæt stig og það er það sem gildir."
Í heildina hefur Dirk Kuyt skorað 38 mörk í 143 leikjum með Liverpool.
Þetta var 100. deildarleikur Hollendingsins fyrir Liverpool liðið og hann hefur nú alls skorað 25 mörk í Úrvalsdeildinni.

Kuyt hefur oft verið gagnrýndur fyrir að skora ekki nógu mikið af mörkum, en 25 mörk í 100 leikjum er í rauninni ekki svo slæmt þegar litið er til þess að Kuyt spilar ekki oft sem fremsti maður í liðinu, jafnvel þótt það hafi verið upphaflegt hlutverk hans. Benítez hefur notað hann mikið á kantinum og þess utan er yfirferð og vinnusemi hans svo gríðarleg að það má segja að hann spili út um allan völl!
Hollendingurinn var svo sannarlega á skotskónum í dag þegar hann tryggði okkar mönnum 3-1 sigur á Hull.
,,Það er alltaf ánægjulegt að skora mörk, en það er sérstaklega ánægjulegt að skora þau fyrir jafn frábært félag og Liverpool", sagði Kuyt í viðtali við Sky að loknum leiknum í dag.
,,Hull eru erfiðir heim að sækja, við vissum að þetta yrði erfitt því að þeir sköpuðu okkur mikil vandræði á Anfield fyrir áramót svo það kom okkur ekkert á óvart að þetta yrði baráttuleikur."
,,Við náðum kannski ekki að sýna okkar bestu hliðar í dag, en við sýndum baráttuvilja og það er mikilvægt. Þessi leikur var alls ekki sá besti sem við höfum spilað, en við náðum okkur í þrjú dýrmæt stig og það er það sem gildir."
Í heildina hefur Dirk Kuyt skorað 38 mörk í 143 leikjum með Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan