| Grétar Magnússon
Þær góðu fréttir bárust úr herbúðum félagsins í dag að Steven Gerrard er orðinn góður af meiðslum í nára og getur spilað gegn Newcastle á sunnudaginn.
Rafa Benítez staðfesti þetta í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Steven gengur vel og hann er að æfa með hinum í liðinu. Ég held að hann verði leikfær á sunnudaginn. Þetta eru góðar fréttir fyrir liðið og hann vegna þess að hann er lykilmaður fyrir okkur í lokaleikjunum."
,,Án Gerrard höfum við engu að síður spilað vel og skorað mörk þannig að það er jákvætt."
Í morgun bárust sögusagnir af því að nokkrir leikmenn félagsins gætu verið á förum í sumar en Benítez bendir á það að allir einblína á það nú að gera atlögu að Manchester United í titilbaráttunni.
,,Ég las blöðin í morgun og þau eru að tala um mismunandi leikmenn," sagði Benítez. ,,Ég get sagt að í dag erum við ekki að hugsa um að selja neinn. Það eina sem við hugsum um er að vinna okkar vinnu og reyna að vinna ensku Úrvalsdeildina ef við getum. Eftir tímabilið er ekki hægt að segja hvað gerist. En sem stendur erum við augljóslega að undirbúa okkur að vinna okkar leiki."
TIL BAKA
Gerrard búinn að ná sér

Rafa Benítez staðfesti þetta í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Steven gengur vel og hann er að æfa með hinum í liðinu. Ég held að hann verði leikfær á sunnudaginn. Þetta eru góðar fréttir fyrir liðið og hann vegna þess að hann er lykilmaður fyrir okkur í lokaleikjunum."
,,Án Gerrard höfum við engu að síður spilað vel og skorað mörk þannig að það er jákvætt."
Í morgun bárust sögusagnir af því að nokkrir leikmenn félagsins gætu verið á förum í sumar en Benítez bendir á það að allir einblína á það nú að gera atlögu að Manchester United í titilbaráttunni.
,,Ég las blöðin í morgun og þau eru að tala um mismunandi leikmenn," sagði Benítez. ,,Ég get sagt að í dag erum við ekki að hugsa um að selja neinn. Það eina sem við hugsum um er að vinna okkar vinnu og reyna að vinna ensku Úrvalsdeildina ef við getum. Eftir tímabilið er ekki hægt að segja hvað gerist. En sem stendur erum við augljóslega að undirbúa okkur að vinna okkar leiki."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan