Mark spáir í spilin
Um árabil var það líka regla á þessum dásamlega árstíma að Liverpool væri í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Eða þá að liðið væri jafnvel þá þegar orðið enskur meistari! Því miður hætti þessi skemmtilega regla að virka fyrir of mörgum árum. En núna, þegar maí gengur í garð, bergður svo yndislega við að Liverpool liðið okkar á í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Það vorar sannarlega vel núna í ár og við vonum að það verði vorgleði hjá Rauðliðum í Liverpool í lok þessa mánaðar sem er að hefjast!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester United.
- Liverpool hefur nú leikið sjö deildarleiki í röð án þess að tapa.
- Liðið hefur unnið sex af þeim.
- Liverpool hefur skorað flest mörk í efstu deild eða 66 talsins. Ekki sem verst hjá liði sem sumir telja varnarsinnað!
- Liverpool hefur skorað fimmtán mörk í síðustu fjórum leikjum.
- Liverpool hefur skorað ellefu mörk í síðustu þremur leikjum sínum gegn Newcastle.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Steven Gerrard er markahæsti leikmaður Liverpool á leiktíðinni með 21 mark.
- Þrettán af þeim mörkum hafa komið í deildinni.
- Fernando Torres hefur líka skorað þrettán deildarmörk.
- Enginn leikmaður Liverpool hefur fengið rautt spjald í deildinni á leiktíðinni.
- Tveir fyrrum leikmenn Liverpool eru í herbúðum Newcastle United. Þetta eru þeir Michael Owen og Danny Guthrie.
- Síðasti leikur liðanna á Anfield Road. 8. mars 2008. Liverpool:Newcastle United. 3:0. Mörk Liverpool: Jermaine Pennant (43. mín.), Fernando Torres (45. mín.) og Steven Gerrard (51. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Newcastle United
Það eru allar líkur á því að Steven Gerrard muni snúa aftur í lið Liverpool. Undanfarnar helgar hefur Liverpool spilað á undan Manchester United en núna snýst það við. Leikmenn Liverpool geta nú horft á og séð hvað liðið, sem leiðir deildina, gerir á laugardaginn. En það skiptir engu hvað gerist á Riverside því þeir verða að vinna sinn leik.
Newcastle þarf á því að halda að úrslitin í leikjum Middlesbrough og Hull verði þeim hagstæð. Þeir spiluðu leikkerfið 4-3-3 gegn Portsmouth í vikunni en það gæti verið mjög áhættusamt að nota það kerfi á móti Liverpool á Anfield.
Úrskurður: Liverpool v Newcastle United 3:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!