| Sf. Gutt
TIL BAKA
Auðveldur sigur í vorblíðunni
Liverpool vann öruggan og auðveldan sigur 3:0 sigur á Newcastle United á Anfield Road upp úr hádeginu í dag. Liðið heldur áfram að elta Manchester United. Liverpool er þremur stigum á eftir toppliðinu en það er enn möguleiki á Englandsmeistaratitlinum.
Fernando Torres gat ekki leikið með Liverpool vegna meiðsla en Steven Gerrard kom aftur í liðið eftir fimm leikja fjarveru.
Hlutskipti þessara liða hefur verið ólikt síðustu mánuði. Liverpool hefur átt í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn á meðan Newcastle hefur sigið niður að botni deildarinnar. Það var því ekki að undra að gestirnir skyldu byrja af krafti í vorblíðunni í Liverpool borg. Leikmenn Liverpool náðu svo áttum og á 14. mínútu fékk liðið aukaspyrnu utan vítateigs þegar brotið var á Steven Gerrard. Hann tók aukaspyrnuna sjálfur en Steve Harper varði vel. Eftir þetta má segja að það hafi bara verið eitt lið á vellinum. Liverpool sundurspilaði Skjórana til leiksloka. Tveimur mínútum eftir aukspyrnuna reif Steven sig lausan og þrumaði að marki utan teigs en Steve varði í horn. Rétt á eftir sendi Fabio Aurelio góða sendingu fyrir frá vinstri en Dirk Kuyt skallaði framhjá úr góðu færi. Litlu síðar fékk Newcastle sitt eina færi í leiknum. Peter Lovenkrands fékk þá sendingu inn á teiginn og komst framhjá Jose Reina en varnarmaður stöðvaði laust skot hans sem varla hefði farið í markið.
Sókn Liverpool bar svo árangur á 22. mínútu. Steven Gerrard sendi fyrir inn á teiginn frá hægri en það virtist ekki vera mikil hætta á ferðum því boltinn fór til eins af gestanna. Sá var á hinn bóginn illa á verði því Dirk rændi boltanum af honum og sendi þvert fyrir markið á Yossi Benayoun sem stýrði boltanum í markið með hnéinu rétt við marklínuna. Leikmenn Newcastle vildu fá dæmda rangstöðu og vissulega mátti litlu muna í þeim efnum en Ísraelsmaðurinn fékk markið sitt gilt og Rauðliðar fögnuðu. Sex mínútum seinna voru úrsitin svo gott sem ráðin. Liverpool fékk hornspyrnu frá hægri sem Steven tók. Hann sendi fyrir markið og rétt við markteiginn skutlaði Dirk Kuyt sér fram og stangaði boltann glæsilega í markið. Frábært mark hjá Hollendingnum sem er lék frábærlega eins og í síðustu leikjum.
Á 33. mínútu sendi Dirk fyrir markið frá hægri en Yossi náði ekki til boltans fyrir framan markið og boltinn fór rétt framhjá markstönginni. Á 39. mínútu batt Xabi Alonso, sem átti stórleik, endi á langa samleikssókn Liverpool með því að þruma að marki af rúmlega 20 metra færi. Boltinn small í þverslánni og hrökk niður í Steve Harper sem stóð sem frosinn í markinu. Var hann heppinn að boltinn skyldi ekki hrökkva af honum og í markið. Hefði skotið hjá Xabi skilað marki hefði það verið eitt af mörkum leiktíðarinnar. Á 43. mínútu ruddist Daniel Agger fram völlinn og hamraði að marki af um 30 metra færi en Steve náði að verja. Frábær tilþrif hjá Dananum sem ætlar sem betur fer að vera áfram hjá Liverpool. Skjórarnir gátu sannarlega verið ánægðir með að vera bara 2:0 undir þegar hálfleikshlé hófst.
Yfirburðir Liverpool í síðari hálfleik voru með fádæmum og gestirnir voru ekki með. Leikmenn Liverpool léku sér með boltann í sólinni en fengu þó lengi vel fá opin færi. Steven fékk boltann reyndar í góðu skotfæri, snemma í hálfleiknum, fyrir utan teig en hann skaut framhjá. Næsta góða marktilraun kom ekki fyrr en á 70. mínútu. Steven átti þá hörkuskot frá vítateig eftir góða sendingu frá varamanninum Ryan Babel en Steve varði vel. Þremur mínútum seinna fékk Xabi boltann utan við teiginn og lét þrumuskot ríða af. Heppnin var þó ekki með honum frekar en í fyrri hálfleik og boltinn small í tréverkinu. Ótrúleg óheppni hjá Xabi. Rétt á eftir átti Steven fast skot utan teigs en boltinn fór rétt framhjá.
Á 77. mínútu fékk Xabi Alonso boltann úti við hornfána vinstra megin. Þar sem hann var þar í sakleysi sínu kom Joey Barton og sparkaði hann niður án nokkurs aðdraganda. Xabi lá eftir en Joey var réttilega umsvifalaust rekinn af velli. Fautalegt brot hjá Joey og Xabi var borinn af velli. Lucas Leiva leysti Xabi af hólmi. Um leið kom Michael Owen til leiks og fékk gott klapp hjá áhorfendum. Hvað skyldi Heilagur Mikjáll hugsa þessa dagana?
Liverpool innsiglaði svo auðveldan sigur sinn á 87. mínútu. Fabio Aurelio tók aukspyrnu inn á vítateiginn frá hægri kanti. Vörn gestanna stóð kyrr en Lucas Leiva skaut sér fram og skallaði auðveldlega óvaldaður í markið. Það var gaman að sjá brasilíska strákinn brosa breitt eftir að hafa skorað en hann hefur oft átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Sigur Liverpool hefði átt að vera enn stærri og á lokamínútunni munaði harsbreidd að fjórða markið kæmi. Steven Gerrard fékk boltann utan teigs en það fór fyrir honum eins og Xabi. Boltinn small í þverslánni eftir bylmingsskot hans. Ótrúlegt en satt! Þriðja skot Liverpool í þverslá! Rétt á eftir var flautað til leiksloka og stuðningsmenn Liverpool fóru kátir heim. Liðið þeirra gerði það sem gjöra þurfti í dag og heldur áfram baráttunni um Englandsmeistaratitilinn!
Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Agger, Aurelio, Alonso (Leiva 80. mín.), Mascherano (Ngog 89. mín.), Benayoun, Gerrard, Riera (Babel 63. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, El Zhar og Skrtel.
Mörk Liverpool: Yossi Benayoun (22. mín.), Dirk Kuyt (28. mín.) og Lucas Leiva (87. mín.)
Newcastle United: Harper, Beye, Coloccini, Bassong, Duff, Smith, Butt, Martins (Owen 80. mín.), Barton, Lovenkrands (Gutierrez 46. mín.) og Viduka (Nolan 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Krul, Guthrie, Edgar og Carroll.
Rautt spjald: Joey Barton.
Gul spjöld: Alan Smith og Fabricio Coloccini.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.121.
Maður leiksins: Xabi Alonso. Það var unun að horfa á Xabi senda boltann fram og til baka um allan völl og það voru ekki margar sendingarnar sem misfórust. Spánverjinn átti svo tvö frábær skot sem bæði höfnuðu í tréverkinu. Ótrúleg óheppni hjá Xabi sem var frábær í leiknum.
Rafael Benítez: Það var margt jákvætt í þessum sigri en við hefðum þó getað skorað fleiri mök. Það er reyndar alveg ótrúlegt að skjóta þrívegis í þverslá í sama leiknum! Við erum nær toppnum og við erum enn að reyna að ná toppsætinu. Manchester United er með gott lið og góða leikmenn og þeir þurfa að gera tvenn stór mistök til að við eigum möguleika. Ég held enn að við getum náð þeim.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í öðru sæti í deildinni. - Yossi Benayoun skoraði áttunda mark sitt á leiktíðinni. - Dirk Kuyt skoraði í fjórtánda sinn á þessari leiktíð. - Lucas Leiva skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. - Liverpool hefur skorað flest mörk í efstu deild eða 69 talsins. - Leikmenn Liverpool hafa verið á skotskónum í síðustu leikjum. Þeir hafa skorað 33 mörk í síðustu tíu leikjum. - Þetta var áttundi deildarleikur Liverpool í röð án taps.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Fernando Torres gat ekki leikið með Liverpool vegna meiðsla en Steven Gerrard kom aftur í liðið eftir fimm leikja fjarveru.
Hlutskipti þessara liða hefur verið ólikt síðustu mánuði. Liverpool hefur átt í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn á meðan Newcastle hefur sigið niður að botni deildarinnar. Það var því ekki að undra að gestirnir skyldu byrja af krafti í vorblíðunni í Liverpool borg. Leikmenn Liverpool náðu svo áttum og á 14. mínútu fékk liðið aukaspyrnu utan vítateigs þegar brotið var á Steven Gerrard. Hann tók aukaspyrnuna sjálfur en Steve Harper varði vel. Eftir þetta má segja að það hafi bara verið eitt lið á vellinum. Liverpool sundurspilaði Skjórana til leiksloka. Tveimur mínútum eftir aukspyrnuna reif Steven sig lausan og þrumaði að marki utan teigs en Steve varði í horn. Rétt á eftir sendi Fabio Aurelio góða sendingu fyrir frá vinstri en Dirk Kuyt skallaði framhjá úr góðu færi. Litlu síðar fékk Newcastle sitt eina færi í leiknum. Peter Lovenkrands fékk þá sendingu inn á teiginn og komst framhjá Jose Reina en varnarmaður stöðvaði laust skot hans sem varla hefði farið í markið.
Sókn Liverpool bar svo árangur á 22. mínútu. Steven Gerrard sendi fyrir inn á teiginn frá hægri en það virtist ekki vera mikil hætta á ferðum því boltinn fór til eins af gestanna. Sá var á hinn bóginn illa á verði því Dirk rændi boltanum af honum og sendi þvert fyrir markið á Yossi Benayoun sem stýrði boltanum í markið með hnéinu rétt við marklínuna. Leikmenn Newcastle vildu fá dæmda rangstöðu og vissulega mátti litlu muna í þeim efnum en Ísraelsmaðurinn fékk markið sitt gilt og Rauðliðar fögnuðu. Sex mínútum seinna voru úrsitin svo gott sem ráðin. Liverpool fékk hornspyrnu frá hægri sem Steven tók. Hann sendi fyrir markið og rétt við markteiginn skutlaði Dirk Kuyt sér fram og stangaði boltann glæsilega í markið. Frábært mark hjá Hollendingnum sem er lék frábærlega eins og í síðustu leikjum.
Á 33. mínútu sendi Dirk fyrir markið frá hægri en Yossi náði ekki til boltans fyrir framan markið og boltinn fór rétt framhjá markstönginni. Á 39. mínútu batt Xabi Alonso, sem átti stórleik, endi á langa samleikssókn Liverpool með því að þruma að marki af rúmlega 20 metra færi. Boltinn small í þverslánni og hrökk niður í Steve Harper sem stóð sem frosinn í markinu. Var hann heppinn að boltinn skyldi ekki hrökkva af honum og í markið. Hefði skotið hjá Xabi skilað marki hefði það verið eitt af mörkum leiktíðarinnar. Á 43. mínútu ruddist Daniel Agger fram völlinn og hamraði að marki af um 30 metra færi en Steve náði að verja. Frábær tilþrif hjá Dananum sem ætlar sem betur fer að vera áfram hjá Liverpool. Skjórarnir gátu sannarlega verið ánægðir með að vera bara 2:0 undir þegar hálfleikshlé hófst.
Yfirburðir Liverpool í síðari hálfleik voru með fádæmum og gestirnir voru ekki með. Leikmenn Liverpool léku sér með boltann í sólinni en fengu þó lengi vel fá opin færi. Steven fékk boltann reyndar í góðu skotfæri, snemma í hálfleiknum, fyrir utan teig en hann skaut framhjá. Næsta góða marktilraun kom ekki fyrr en á 70. mínútu. Steven átti þá hörkuskot frá vítateig eftir góða sendingu frá varamanninum Ryan Babel en Steve varði vel. Þremur mínútum seinna fékk Xabi boltann utan við teiginn og lét þrumuskot ríða af. Heppnin var þó ekki með honum frekar en í fyrri hálfleik og boltinn small í tréverkinu. Ótrúleg óheppni hjá Xabi. Rétt á eftir átti Steven fast skot utan teigs en boltinn fór rétt framhjá.
Á 77. mínútu fékk Xabi Alonso boltann úti við hornfána vinstra megin. Þar sem hann var þar í sakleysi sínu kom Joey Barton og sparkaði hann niður án nokkurs aðdraganda. Xabi lá eftir en Joey var réttilega umsvifalaust rekinn af velli. Fautalegt brot hjá Joey og Xabi var borinn af velli. Lucas Leiva leysti Xabi af hólmi. Um leið kom Michael Owen til leiks og fékk gott klapp hjá áhorfendum. Hvað skyldi Heilagur Mikjáll hugsa þessa dagana?
Liverpool innsiglaði svo auðveldan sigur sinn á 87. mínútu. Fabio Aurelio tók aukspyrnu inn á vítateiginn frá hægri kanti. Vörn gestanna stóð kyrr en Lucas Leiva skaut sér fram og skallaði auðveldlega óvaldaður í markið. Það var gaman að sjá brasilíska strákinn brosa breitt eftir að hafa skorað en hann hefur oft átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Sigur Liverpool hefði átt að vera enn stærri og á lokamínútunni munaði harsbreidd að fjórða markið kæmi. Steven Gerrard fékk boltann utan teigs en það fór fyrir honum eins og Xabi. Boltinn small í þverslánni eftir bylmingsskot hans. Ótrúlegt en satt! Þriðja skot Liverpool í þverslá! Rétt á eftir var flautað til leiksloka og stuðningsmenn Liverpool fóru kátir heim. Liðið þeirra gerði það sem gjöra þurfti í dag og heldur áfram baráttunni um Englandsmeistaratitilinn!
Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Agger, Aurelio, Alonso (Leiva 80. mín.), Mascherano (Ngog 89. mín.), Benayoun, Gerrard, Riera (Babel 63. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, El Zhar og Skrtel.
Mörk Liverpool: Yossi Benayoun (22. mín.), Dirk Kuyt (28. mín.) og Lucas Leiva (87. mín.)
Newcastle United: Harper, Beye, Coloccini, Bassong, Duff, Smith, Butt, Martins (Owen 80. mín.), Barton, Lovenkrands (Gutierrez 46. mín.) og Viduka (Nolan 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Krul, Guthrie, Edgar og Carroll.
Rautt spjald: Joey Barton.
Gul spjöld: Alan Smith og Fabricio Coloccini.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.121.
Maður leiksins: Xabi Alonso. Það var unun að horfa á Xabi senda boltann fram og til baka um allan völl og það voru ekki margar sendingarnar sem misfórust. Spánverjinn átti svo tvö frábær skot sem bæði höfnuðu í tréverkinu. Ótrúleg óheppni hjá Xabi sem var frábær í leiknum.
Rafael Benítez: Það var margt jákvætt í þessum sigri en við hefðum þó getað skorað fleiri mök. Það er reyndar alveg ótrúlegt að skjóta þrívegis í þverslá í sama leiknum! Við erum nær toppnum og við erum enn að reyna að ná toppsætinu. Manchester United er með gott lið og góða leikmenn og þeir þurfa að gera tvenn stór mistök til að við eigum möguleika. Ég held enn að við getum náð þeim.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í öðru sæti í deildinni. - Yossi Benayoun skoraði áttunda mark sitt á leiktíðinni. - Dirk Kuyt skoraði í fjórtánda sinn á þessari leiktíð. - Lucas Leiva skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. - Liverpool hefur skorað flest mörk í efstu deild eða 69 talsins. - Leikmenn Liverpool hafa verið á skotskónum í síðustu leikjum. Þeir hafa skorað 33 mörk í síðustu tíu leikjum. - Þetta var áttundi deildarleikur Liverpool í röð án taps.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan