| Sf. Gutt
TIL BAKA
Lucas vonast eftir að verða fastamaður
Brasilíumaðurinn ungi Lucas Leiva hefur á stundum átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og mátt þola gagrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Rafael Benítez hefur þó sýnt honum mikið traust og valið hann reglulega í liðið.
Lucas telur, þrátt fyrir ákveðna erfiðleika, að hann hafi aflað sér mikillar reynslu á þessari leiktíð með því að spila með hinum frábæru miðjumönnum sem Liverpool hefur í sínum röðum.
"Það er gott að þurfa að keppa við leikmenn eins og Xabi og Javier því með því reynir maður að bæta sig á hverjum degi. Ég veit nefnilega að ef maður tekur ekki framförum þá nær maður ekki að spila neitt. Ég er að læra af reyndari mönnunum. Steven Gerrard er 29 ára, Xabi er næstum 28, Javier er að verða 25 en ég er aðeins 22. ára. Ég er ungur miðað við þá og verð að njóta þess að geta verið hérna og lært af hinum. Ég vona að ég verði líka lykilmaður í liðinu eftir eitt eða tvö ár."
Lucas, sem hefur verið talinn einn efnilegasti leikmaður Brasilíu síðustu árin, er Rafael Benítez mjög þakklátur fyrir að gefa honum tækifæri í liðinu.
"Ég er ekki alltaf í byrjunarliðinu en samt fæ ég oft að spila eitthvað og það sýnir hversu mikla trú Rafa hefur á mér. Ég veit að það hafa ekki allir trú á mér en mér er alveg sama. Ég hef sagt það áður að ég hugsa bara um liðið og þjálfaraliðið. Ef það fólk er ánægt með mig þá mun ég reyna, eins fljótt og ég get, að sýna hvað virkilega í mér býr."
Lucas hefur skorað þrjú mörk á leiktíðinni og fyrsta deildarmarkið kom þegar hann innsiglaði 3:0 sigur Liverpool gegn Newcastle um síðustu helgi.
"Það var virkilega gaman að skora fyrsta deildarmarkið mitt og ég var mjög hamingjusamur með að það skyldi koma fyrir framan The Kop. Mikilvægast var þó að markið kom liðinu vel. Ég spilaði bara í 15 mínútur en maður verður alltaf að reyna að gera sitt til að hjálpa liðinu þegar maður kemur inn á sem varamaður og ég var ánægður með að gera það gegn Newcastle. Ég er búinn að bíða mjög lengi eftir þessu markið og þó að ég hafi skorað í öðrum keppnum þá hafði ég ekki skorað deildarmark áður."
Lucas hefur skartað miklu og síðu hári frá því hann kom til Liverpool en eftir að hann lét klippa sig hefur hann skorað tvö mörk. Gæti það hafa skipt máli að hann lét klippa sig.
"Kannski. Ég er búinn að skora tvö mörk síðan svo hugsanlega var það til bóta. Ég held að ég muni að minnsta kosti ekki safna síðu hári aftur."
Lucas Leiva hefur spilað 36 leiki á leiktíðinni og skorað þrjú mörk. Sumir fjölmiðlar hafa gert því skóna að hann muni fara frá Liverpool í sumar en það á eftir að koma í ljós hvort svo fer. En það er að minnsta kosti næsta víst að Lucas spilar með Liverpool í dag, vegna meiðsla Xabi Alonso, þegar liðið mætir West Ham United á Upton Park.
Lucas telur, þrátt fyrir ákveðna erfiðleika, að hann hafi aflað sér mikillar reynslu á þessari leiktíð með því að spila með hinum frábæru miðjumönnum sem Liverpool hefur í sínum röðum.
"Það er gott að þurfa að keppa við leikmenn eins og Xabi og Javier því með því reynir maður að bæta sig á hverjum degi. Ég veit nefnilega að ef maður tekur ekki framförum þá nær maður ekki að spila neitt. Ég er að læra af reyndari mönnunum. Steven Gerrard er 29 ára, Xabi er næstum 28, Javier er að verða 25 en ég er aðeins 22. ára. Ég er ungur miðað við þá og verð að njóta þess að geta verið hérna og lært af hinum. Ég vona að ég verði líka lykilmaður í liðinu eftir eitt eða tvö ár."
Lucas, sem hefur verið talinn einn efnilegasti leikmaður Brasilíu síðustu árin, er Rafael Benítez mjög þakklátur fyrir að gefa honum tækifæri í liðinu.
"Ég er ekki alltaf í byrjunarliðinu en samt fæ ég oft að spila eitthvað og það sýnir hversu mikla trú Rafa hefur á mér. Ég veit að það hafa ekki allir trú á mér en mér er alveg sama. Ég hef sagt það áður að ég hugsa bara um liðið og þjálfaraliðið. Ef það fólk er ánægt með mig þá mun ég reyna, eins fljótt og ég get, að sýna hvað virkilega í mér býr."
Lucas hefur skorað þrjú mörk á leiktíðinni og fyrsta deildarmarkið kom þegar hann innsiglaði 3:0 sigur Liverpool gegn Newcastle um síðustu helgi.
"Það var virkilega gaman að skora fyrsta deildarmarkið mitt og ég var mjög hamingjusamur með að það skyldi koma fyrir framan The Kop. Mikilvægast var þó að markið kom liðinu vel. Ég spilaði bara í 15 mínútur en maður verður alltaf að reyna að gera sitt til að hjálpa liðinu þegar maður kemur inn á sem varamaður og ég var ánægður með að gera það gegn Newcastle. Ég er búinn að bíða mjög lengi eftir þessu markið og þó að ég hafi skorað í öðrum keppnum þá hafði ég ekki skorað deildarmark áður."
Lucas hefur skartað miklu og síðu hári frá því hann kom til Liverpool en eftir að hann lét klippa sig hefur hann skorað tvö mörk. Gæti það hafa skipt máli að hann lét klippa sig.
"Kannski. Ég er búinn að skora tvö mörk síðan svo hugsanlega var það til bóta. Ég held að ég muni að minnsta kosti ekki safna síðu hári aftur."
Lucas Leiva hefur spilað 36 leiki á leiktíðinni og skorað þrjú mörk. Sumir fjölmiðlar hafa gert því skóna að hann muni fara frá Liverpool í sumar en það á eftir að koma í ljós hvort svo fer. En það er að minnsta kosti næsta víst að Lucas spilar með Liverpool í dag, vegna meiðsla Xabi Alonso, þegar liðið mætir West Ham United á Upton Park.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan