Mark spáir í spilin
Liverpool á þrjá leiki eftir og verður að vinna þá alla og vonast eftir því að Manchester United verði á í tveimur af fjörum leikjum sínum. Liverpool verður sem sagt að vinna þessa leiki sem eftir eru og sá fyrsti af þeim er á morgun. Hann verður ekki auðveldur frekar en hinir tveir. Svo geta stuðningsmenn Liverpool að vona að mótherjar Manchester United geti sett liðið út af sporinu. Svona einföld er staðan en vonin um endalok að skapi Liverpool lifir enn!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester United.
- Liverpool hefur nú leikið átta deildarleiki í röð án þess að tapa.
- Liðið hefur unnið sjö af þeim.
- Liverpool hefur skorað flest mörk í efstu deild eða 69 talsins. Ekki sem verst hjá liði sem sumir telja varnarsinnað!
- Liverpool hefur skorað átján mörk í síðustu fimm leikjum.
- Liverpool hefur skorað flest mörk allra liða á síðustu 10 mínútum leikja eða 18 talsins.
- West Ham hefur á hinn bóginn skorað fæst á þeim tíma eða aðeins fimm.
- Af þessum átján mörkum hefur Liverpool skorað tíu í viðbótartíma og hafa aðrir ekki gert betur.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Steven Gerrard er markahæsti leikmaður Liverpool á leiktíðinni með 21 mark.
- Þrettán af þeim mörkum hafa komið í deildinni.
- Fernando Torres hefur líka skorað þrettán deildarmörk.
- Enginn leikmaður Liverpool hefur fengið rautt spjald í deildinni á leiktíðinni.
- Liverpool er með 77 stig eftir 35 leiki. Liðið hefur ekki haft fleiri stig í deildinni eftir 35 leiki frá því á leiktíðinni 1987/88. Þá hafði Liverpool 81 stig og varð meistari.
Síðasti leikur liðanna á Upton Park. 30. janúar 2008. West Ham United:Liverpool. 1:0. Mark West Ham United: Mark Noble, víti, (90. mín.).
Spá Mark Lawrenson
West Ham United v Liverpool
West Ham hefur átt stórgóða leiktíð. Margir töldu að liðið myndi eiga í erfiðleikum eftir fjárhagsvandræðin sem félagið lenti í í október og nóvember. Það tók drjúgan tíma fyrir Gianfranco Zola og Steve Clarke að snúa blaðinu við en þeir hafa gert það á snjallan hátt og Hamrarnir eru erfiðir andstæðingar fyrir öll lið. Þeir eiga á hinn bóinn að spila við Liverpool og þeir eru mjög grimmir þessa dagana.
Úrskurður: West Ham United v Liverpool 1:2.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!