| Sf. Gutt
TIL BAKA
Við munum berjast áfram!
Steven Gerrard segir að Liverpool leiði nú deildina verðskuldað og liðið muni halda áfram að berjast fyrir því að vinna hana. Steven lagði sitt af mörkum í titilbaráttunni með því að skora tvívegis gegn West Ham í 3:0 sigri Liverpool.
"Það var mikilvægt að halda okkar striki og klára verkefnið sem við þurftum að leysa. Við verðum að vinna þá leiki sem við eigum eftir og þjarma að United. Ef þeir vinna sína leiki þá eiga þeir skilið að vinna titilinn en núna erum við verðskuldað í efsta sæti deildarinnar. Þeir eiga erfiðan leik gegn Manchester City á morgun og City hefur verið að leika vel upp á síðkastið. Þetta er grannaslagur og þeir eru aldrei auðveldir. Við verðum að bíða og sjá hvort City getur gert okkur greiða."
Það er komið fram í maí og Liverpool á enn möguleika á því að verða enskur meistari. Steven telur að liðið hans hafi tekið framförum á þessari leiktíð.
"Hvað svo sem á eftir að gerast á þessari leiktíð þá höfum við tekið framförum. Í dag er 9. maí og við erum enn með í baráttunni um meistaratitilinn og það er langt síðan það hefur gerst. Þetta sýnir að við erum með góða leikmenn og það er góð samstaða í liðinu. Við eigum enn möguleika og við ætlum að berjast áfram. Ef það á ekki fyrir okkur að liggja að vinna þá munum við læra af því sem afvega fór á þessari leiktíð og stefna að því að laga það á næsta ári."
Sem fyrr segir þá skoraði Steven Gerrard tvö mörk gegn West Ham og hefur nú skorað 23 mörk á keppnistímabilinu. Skori hann fleiri þá setur hann persónulegt markamet á einni leiktíð.
"Það var mikilvægt að halda okkar striki og klára verkefnið sem við þurftum að leysa. Við verðum að vinna þá leiki sem við eigum eftir og þjarma að United. Ef þeir vinna sína leiki þá eiga þeir skilið að vinna titilinn en núna erum við verðskuldað í efsta sæti deildarinnar. Þeir eiga erfiðan leik gegn Manchester City á morgun og City hefur verið að leika vel upp á síðkastið. Þetta er grannaslagur og þeir eru aldrei auðveldir. Við verðum að bíða og sjá hvort City getur gert okkur greiða."
Það er komið fram í maí og Liverpool á enn möguleika á því að verða enskur meistari. Steven telur að liðið hans hafi tekið framförum á þessari leiktíð.
"Hvað svo sem á eftir að gerast á þessari leiktíð þá höfum við tekið framförum. Í dag er 9. maí og við erum enn með í baráttunni um meistaratitilinn og það er langt síðan það hefur gerst. Þetta sýnir að við erum með góða leikmenn og það er góð samstaða í liðinu. Við eigum enn möguleika og við ætlum að berjast áfram. Ef það á ekki fyrir okkur að liggja að vinna þá munum við læra af því sem afvega fór á þessari leiktíð og stefna að því að laga það á næsta ári."
Sem fyrr segir þá skoraði Steven Gerrard tvö mörk gegn West Ham og hefur nú skorað 23 mörk á keppnistímabilinu. Skori hann fleiri þá setur hann persónulegt markamet á einni leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan