| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Rafa hefur byggt upp frábæran hóp
Dirk Kuyt telur að breiddin í leikmannahópi Liverpool hafi spilað stóra rullu í atlögu liðsins að titlinum á tímabilinu. Liðið sigraði West Ham örugglega á Upton Park á laugardag og tyllti sér á topp deildarinnar um stund.
Þrátt fyrir að Xabi Alonso hafi ekki verið með vegna meiðsla átti liðið ekki í vandræðum með West Ham en tvö mörk frá Steven Gerrard og eitt frá Ryan Babel tryggðu sigurinn. Leikurinn var aðeins sá tólfti þar sem þeir Steven Gerrard og Fernando Torres hafa verið saman í byrjunarliði en aðrir leikmenn í liðinu hafa stigið upp og átt stóran þátt í því að liðið berst um titilinn þegar aðeins eru tveir leikir eftir.
,,Andinn og styrkleikinn í hópnum eru gríðarlega mikilvægir vegna þess að við vitum að það eru mjög góðir leikmenn í þessu liði," sagði Kuyt í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins."
,,Xabi hefur verið einn af okkar lykilmönnum á tímabilinu en hann gat ekki verið með vegna meiðsla, þá kom Lucas inn og hann spilað mjög vel. Mér fannst við spila mjög vel og það gerir hlutina alltaf auðveldari þegar maður skorar mark snemma leiks. Þetta var enn önnur snilldar frammistaðan hjá Stevie og við erum mjög ánægðir með úrslitin."
,,Við vitum hvað takmarkið er, að vinna alla leiki sem eftir eru og sjá svo hvað gerist."
Kuyt var valinn maður leiksins af opinberri heimasíðu félagsins en eins og venjulega barðist hann eins og ljón og átti eina stoðsendingu. Hann var einnig óheppinn að ná ekki að skora sjálfur í leiknum.
,,Já ég var aðeins óheppinn," sagði Kuyt. ,,Þetta var frábær sending frá Stevie og ég reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn. Fyrir mér er hinsvegar mikilvægt að liðið vann 3-0 og mörkin mín mega bara koma í einhverjum öðrum leik."
Kuyt hrósaði einnig Ryan Babel eftir að hann kom inná sem varamaður og skoraði þriðja markið sem gulltryggði sigurinn.
,,Það var virkilega gott fyrir Ryan að koma inn af bekknum og skora mark. Hann þarf að vera þolinmóður en ég gladdist fyrir hans hönd."
Þrátt fyrir að Xabi Alonso hafi ekki verið með vegna meiðsla átti liðið ekki í vandræðum með West Ham en tvö mörk frá Steven Gerrard og eitt frá Ryan Babel tryggðu sigurinn. Leikurinn var aðeins sá tólfti þar sem þeir Steven Gerrard og Fernando Torres hafa verið saman í byrjunarliði en aðrir leikmenn í liðinu hafa stigið upp og átt stóran þátt í því að liðið berst um titilinn þegar aðeins eru tveir leikir eftir.
,,Andinn og styrkleikinn í hópnum eru gríðarlega mikilvægir vegna þess að við vitum að það eru mjög góðir leikmenn í þessu liði," sagði Kuyt í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins."
,,Xabi hefur verið einn af okkar lykilmönnum á tímabilinu en hann gat ekki verið með vegna meiðsla, þá kom Lucas inn og hann spilað mjög vel. Mér fannst við spila mjög vel og það gerir hlutina alltaf auðveldari þegar maður skorar mark snemma leiks. Þetta var enn önnur snilldar frammistaðan hjá Stevie og við erum mjög ánægðir með úrslitin."
,,Við vitum hvað takmarkið er, að vinna alla leiki sem eftir eru og sjá svo hvað gerist."
Kuyt var valinn maður leiksins af opinberri heimasíðu félagsins en eins og venjulega barðist hann eins og ljón og átti eina stoðsendingu. Hann var einnig óheppinn að ná ekki að skora sjálfur í leiknum.
,,Já ég var aðeins óheppinn," sagði Kuyt. ,,Þetta var frábær sending frá Stevie og ég reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn. Fyrir mér er hinsvegar mikilvægt að liðið vann 3-0 og mörkin mín mega bara koma í einhverjum öðrum leik."
Kuyt hrósaði einnig Ryan Babel eftir að hann kom inná sem varamaður og skoraði þriðja markið sem gulltryggði sigurinn.
,,Það var virkilega gott fyrir Ryan að koma inn af bekknum og skora mark. Hann þarf að vera þolinmóður en ég gladdist fyrir hans hönd."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan