| Sf. Gutt
Jamie Carragher varð fjúkandi reiður við Alvaro Arbeloa í leik Liverpool og W.B.A. í dag. Xabi Alonso varð að ganga á milli þeirra félaga eftir að þeir höfðu stjakað hvor við öðrum og sent hörð orð sín í milli.
Jamie reiddist við Alvaro eftir að hann sjálfur komst á síðustu stundu fyrir skot frá leikmanni W.B.A. Jamie fannst Alvaro vera full lengi að koma til varnar og hundskammaði Spánverjann. Jamie hafði þetta að segja um atvikið eftir leikinn.
"Við getum ekki lengur unnið titilinn en við getum enn náð nokkrum takmörkum. Við vildum halda hreinu því okkur langar til að Pepe eigi möguleika á að vinna Gullhanskann þriðju leiktíðina í röð. Pepe er núna einum leik á eftir Van der Sar. Það er á hinn bóginn ekki víst að Van der Sar spili í næstu viku og þess vegna vildum við halda hreinu í dag."
Jamie, eins og svo aðrir stuðningsmenn Liverpool, er enn svekktur eftir að titilinn gekk Liverpool úr greipum í gær.
"Það er erfitt að vinna Úrvalsdeildina því fimm bestu liðin í Evrópu eru líklega fjögur bestu liðin hér á landi og svo Barcelona. Þetta er sú staða sem við þurfum að fást við. Þá má skoða tölfræðina á þessari leiktíð og það er vissulega magnað að við höfum bara tapað tveimur leikjum og skorað fullt af mörkum. En það sem skiptir mestu máli er að United er með fleiri stig en við og þeir eiga hrós skilið fyrir það. Núna verðum við að tryggja okkur annað sætið í deildinni og vinna síðasta deildarleikinn á leiktíðinni um næstu helgi."
TIL BAKA
Carra útskýrir reiði sína

Jamie reiddist við Alvaro eftir að hann sjálfur komst á síðustu stundu fyrir skot frá leikmanni W.B.A. Jamie fannst Alvaro vera full lengi að koma til varnar og hundskammaði Spánverjann. Jamie hafði þetta að segja um atvikið eftir leikinn.
"Við getum ekki lengur unnið titilinn en við getum enn náð nokkrum takmörkum. Við vildum halda hreinu því okkur langar til að Pepe eigi möguleika á að vinna Gullhanskann þriðju leiktíðina í röð. Pepe er núna einum leik á eftir Van der Sar. Það er á hinn bóginn ekki víst að Van der Sar spili í næstu viku og þess vegna vildum við halda hreinu í dag."
Jamie, eins og svo aðrir stuðningsmenn Liverpool, er enn svekktur eftir að titilinn gekk Liverpool úr greipum í gær.
"Það er erfitt að vinna Úrvalsdeildina því fimm bestu liðin í Evrópu eru líklega fjögur bestu liðin hér á landi og svo Barcelona. Þetta er sú staða sem við þurfum að fást við. Þá má skoða tölfræðina á þessari leiktíð og það er vissulega magnað að við höfum bara tapað tveimur leikjum og skorað fullt af mörkum. En það sem skiptir mestu máli er að United er með fleiri stig en við og þeir eiga hrós skilið fyrir það. Núna verðum við að tryggja okkur annað sætið í deildinni og vinna síðasta deildarleikinn á leiktíðinni um næstu helgi."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París?
Fréttageymslan