Mark spáir í spilin
Þrátt fyrir að Englandsmeistaratitillinn hafi gengið Liverpool úr greipum þá má vissulega ganga á vit sumarins með bjatsýni í huga. Liverpool náði sinni bestu leiktíð í deildinni um langt árabil og flestir sparkspekingar telja að liðið hafi tekið miklum framförum. Þegar nýtt keppnistímabil hefst í ágúst verður liðið að halda áfram þaðan sem frá var horfið núna í vor. Þá gæti næsta vor orðið mjög gleðiríkt!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester United.
- Liverpool hefur nú leikið tíu deildarleiki í röð án þess að tapa.
- Liðið hefur unnið níu af þeim.
- Liverpool hefur skorað flest mörk í efstu deild eða 75 talsins. Ekki sem verst hjá liði sem sumir telja varnarsinnað!
- Liverpool hefur skorað 24 mark í síðustu sjö leikjum.
- Liverpool hefur skorað flest mörk allra liða á síðustu 10 mínútum leikja eða 19 talsins.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Steven Gerrard er markahæsti leikmaður Liverpool á leiktíðinni með 24 mark.
- Sextán af þeim mörkum hafa komið í deildinni.
- Enginn leikmaður Liverpool hefur fengið rautt spjald í deildinni á leiktíðinni.
- Ekkert lið hefur sýnt aðra eins prúðmennsku á þessu keppnistímabili.
- Liverpool hefur leikið tvívegis við Tottenham á leiktíðinni og tapað báðum. Liverpool féll úr leik fyrir Spurs í Deildarbikarnum.
- Liverpool hefur unnið 1299 deildarleiki frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
- Liverpool hefur skorað 22 mörk í síðustu sjö leikjum gegn W.B.A. Í þeim leikjum hefur W.B.A. ekki skorað eitt einasta mark.
- Einn fyrrum leikmaður Liverpool er í liðshópi Tottenham. Þetta er að sjálfsögðu Írinn Robbie Keane sem lék Hann lék 27 leiki með Liverpool á þessari leiktíð og skoraði sjö mörk. Hann hefur skorað fjögur mörk fyrir Spurs eftir endurkomu sína þangað.
- Sami Hyypia mun að öllu forfallalausu leik sinn 464. og síðasta leik með Liverpool.
- Síðasti leikur liðanna á Anfield Road. 7. október 2007. Liverpool:Tottenham Hotspur. 2:2. Mörk Liverpool: Andriy Voronin (12. mín.) og Fernando Torres (90. mín.). Mörk Tottenham: Robbie Keane (45. og 47. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Tottenham Hotspur
Liverpool spilar á heimavelli og þeir vilja örugglega enda leiktíðina með sigri og vera eins stutt á eftir Manchester United og mögulegt. Þess vegna held ég að þeir vinni Tottenham en þetta ætti að vera opinn og skemmtilegur leikur.
Harry Redknapp er búinn að vinna frábært starf hjá Tottenham ef miðað er við stöðu liðsins þegar hann tók við því. Ég held að þeir verði mjög sterkir á næstu leiktíð því þeir eiga eftir að styrkja liðið sitt með mjög góðum leikmönnum.
Úrskurður: Liverpool v Tottenham Hotspur 2:1.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni