| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sami Hyypia er í liðshópnum
Finnska goðsögnin Sami Hyypia yfirgefur Liverpool núna þegar þessari leiktíð lýkur. Rafael Benítez hefur staðfest að Finninn sé í liðshópi Liverpool sem hefur verið valinn fyrir leikinn við Tottenham Hotspur á morgun.
"Ég get fullyrt að hann verður í liðinu. Það er ekkert nema gott og jákvætt að segja um Sami og hann mun því fá frábærar viðtökur. Ég tel að Liverpool sé að kveðja goðsögn því hann er búinn að vera svo góður í mörg ár. Hann er búinn að skora mikilvæg mörk og hann hefur verið frábær í vörninni. Við erum því að missa mikilvægan leikmann. Hann mun fá frábærar viðtökur hjá stuðningsmönnunum. Þeir eru magnaðir og kunna vel að meta þegar einhver hefur þjónað liðinu eins vel og hann hefur gert. Hann er framúrskarandi atvinnumaður og vænsti maður og þetta vita stuðningsmennirnir."
Á morgun kemur í ljós hvort Sami verður varamaður eða hvort hann byrjar leikinn gegn Tottenham. Einhverjir telja að hann muni leiða liðið sem fyrirliði. Vitað er að stuðningsmenn Liverpool munu kveðja goðsögnina með virktum og heimildarmaður minn í Liverpool segir að hugsanlega muni The Kop mynda finnska fánann með litspjöldum fyrir leik.
Eftir leikinn, eins og jafnan á síðasta heimaleiknum á leiktíðinni, munu áhorfendur og leikmenn Liverpool kveðjast. Sami verður þar í sviðsljósinu og það er næsta víst að kveðjustundin verður tilfinningaþrungin. Sami Hyypia segist sjálfur ekki vita hvort hann fái að spila gegn Tottenham.
"Framkvæmdastjórinn mun taka þá ákvörðun. En þó að ég muni ekki spila þá ætla ég að lauma mér inn á völlinn þegar leiknum lýkur. Þó svo að vallarstjórinn reyni að stoppa mig þá ætla ég að stinga hann af! En ég er viss um að ég fæ tækifæri til að kveðja. Það verður ekki fyrr en ég verð farinn frá félaginu sem ég sest niður og hugleitt hvað ég hef afrekað á þessum tíu árum sem ég hef verið hérna. Það er erfitt að átta sig á því núna en það er gaman að það sé munað eftir manni hérna."
"Ég get fullyrt að hann verður í liðinu. Það er ekkert nema gott og jákvætt að segja um Sami og hann mun því fá frábærar viðtökur. Ég tel að Liverpool sé að kveðja goðsögn því hann er búinn að vera svo góður í mörg ár. Hann er búinn að skora mikilvæg mörk og hann hefur verið frábær í vörninni. Við erum því að missa mikilvægan leikmann. Hann mun fá frábærar viðtökur hjá stuðningsmönnunum. Þeir eru magnaðir og kunna vel að meta þegar einhver hefur þjónað liðinu eins vel og hann hefur gert. Hann er framúrskarandi atvinnumaður og vænsti maður og þetta vita stuðningsmennirnir."
Á morgun kemur í ljós hvort Sami verður varamaður eða hvort hann byrjar leikinn gegn Tottenham. Einhverjir telja að hann muni leiða liðið sem fyrirliði. Vitað er að stuðningsmenn Liverpool munu kveðja goðsögnina með virktum og heimildarmaður minn í Liverpool segir að hugsanlega muni The Kop mynda finnska fánann með litspjöldum fyrir leik.
Eftir leikinn, eins og jafnan á síðasta heimaleiknum á leiktíðinni, munu áhorfendur og leikmenn Liverpool kveðjast. Sami verður þar í sviðsljósinu og það er næsta víst að kveðjustundin verður tilfinningaþrungin. Sami Hyypia segist sjálfur ekki vita hvort hann fái að spila gegn Tottenham.
"Framkvæmdastjórinn mun taka þá ákvörðun. En þó að ég muni ekki spila þá ætla ég að lauma mér inn á völlinn þegar leiknum lýkur. Þó svo að vallarstjórinn reyni að stoppa mig þá ætla ég að stinga hann af! En ég er viss um að ég fæ tækifæri til að kveðja. Það verður ekki fyrr en ég verð farinn frá félaginu sem ég sest niður og hugleitt hvað ég hef afrekað á þessum tíu árum sem ég hef verið hérna. Það er erfitt að átta sig á því núna en það er gaman að það sé munað eftir manni hérna."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan