| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Robbie Keane mætir á Anfield
Harry Redknapp stjóri Tottenham segir að Robbie Keane þurfi ekki að sanna neitt fyrir neinum þegar hann mætir sínum gömlu félögum í Liverpool á Anfield á morgun.
,,Robbie þarf ekki að sanna eitt eða neitt fyrir neinum á morgun. Hann er í Tottenham núna og ég veit að honum líður vel hjá okkur. Af einhverjum ástæðum gengu hlutirnir ekki upp hjá honum þann stutta tíma sem hann var hjá Liverpool, en sá tími er nú að baki og skiptir engu máli þegar kemur að leiknum á morgun. Hann er hér hjá okkur núna og stendur sig vel eins og alltaf", segir Redknapp ákveðinn. Og bætir við: ,,Robbie er frábær leikmaður og á stóran þátt í því hver staða okkar í deildinni er um þessar mundir."
Þetta verður fyrsti leikur Keane á Anfield síðan hann yfirgaf herbúðir Liverpool, en Keane skoraði einungis 7 mörk fyrir Liverpool liðið í 28 leikjum og var seldur til baka til Tottenham með þriggja milljón punda tapi.
,,Framkvæmdastjórar hafa misjafna sýn á hutina. Ég get ekki gagnrýnt Benítez fyrir það sem hann gerði í sambandi við Robbie Keane, það er alfarið hans mál."
,,Ég veit alveg hvernig það er að velja lið og hversu erfitt það getur verið að taka menn út úr liðinu sem þú veist að hafa hæfileika, en ná af einhverjum ástæðum ekki að sýna sitt rétta andlit. Það hafa líka allir í kringum mann skoðanir á þessum hlutum, en það er að endingu alltaf stjórinn sjálfur sem verður að taka slíkar ákvarðanir - og standa og falla með þeim."
,,Ég fullyrði það að Rafa Benítez hefur tekið fleiri réttar ákvarðanir en rangar fyrir Liverpool liðið. Hann sá einfaldlega ekki Robbie fyrir sér í sínum framtíðarplönum og þá verður það bara að vera þannig. Þetta var auðvitað ákveðið áfall fyrir Robbie, en hann er mikill karakter og heldur áfram að spila eins og ekkert hafi í skorist", segir hinn reyndi stjóri Harry Redknapp að lokum.
,,Robbie þarf ekki að sanna eitt eða neitt fyrir neinum á morgun. Hann er í Tottenham núna og ég veit að honum líður vel hjá okkur. Af einhverjum ástæðum gengu hlutirnir ekki upp hjá honum þann stutta tíma sem hann var hjá Liverpool, en sá tími er nú að baki og skiptir engu máli þegar kemur að leiknum á morgun. Hann er hér hjá okkur núna og stendur sig vel eins og alltaf", segir Redknapp ákveðinn. Og bætir við: ,,Robbie er frábær leikmaður og á stóran þátt í því hver staða okkar í deildinni er um þessar mundir."
Þetta verður fyrsti leikur Keane á Anfield síðan hann yfirgaf herbúðir Liverpool, en Keane skoraði einungis 7 mörk fyrir Liverpool liðið í 28 leikjum og var seldur til baka til Tottenham með þriggja milljón punda tapi.
,,Framkvæmdastjórar hafa misjafna sýn á hutina. Ég get ekki gagnrýnt Benítez fyrir það sem hann gerði í sambandi við Robbie Keane, það er alfarið hans mál."
,,Ég veit alveg hvernig það er að velja lið og hversu erfitt það getur verið að taka menn út úr liðinu sem þú veist að hafa hæfileika, en ná af einhverjum ástæðum ekki að sýna sitt rétta andlit. Það hafa líka allir í kringum mann skoðanir á þessum hlutum, en það er að endingu alltaf stjórinn sjálfur sem verður að taka slíkar ákvarðanir - og standa og falla með þeim."
,,Ég fullyrði það að Rafa Benítez hefur tekið fleiri réttar ákvarðanir en rangar fyrir Liverpool liðið. Hann sá einfaldlega ekki Robbie fyrir sér í sínum framtíðarplönum og þá verður það bara að vera þannig. Þetta var auðvitað ákveðið áfall fyrir Robbie, en hann er mikill karakter og heldur áfram að spila eins og ekkert hafi í skorist", segir hinn reyndi stjóri Harry Redknapp að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan