| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sami Hyypia þakkar fyrir sig!
Sami Hyypia lék sinn 464. og síðasta leik með Liverpool í dag. Þetta var tilfinningaþrunginn dagur fyrir finnska höfðingjann. Fyrir leikinn myndaði The Kop nafn hans með litaspjöldum. Nafn hans var svo kyrjað allan leikinn og einn mesti fögnuður dagsins upphófst þegar Sami kom til leiks eftir að hafa skipt við Steven Gerrard sem skipaði Sami fyrirliða! Eftir leik var Sami svo hylltur af félögum sínu og áhorfendum. Finninn magnaði þakkaði fyrir sig eftir leikinn.
"Þetta var frábært og mig langar að þakka stuðningsmönnunum fyrir mig og þann dásamlega stuðning sem þeir hafa sýnt mér í þau tíu ár sem ég hef verið hér hjá félaginu. Það féllu nokkur tár í lokin og ég var nú eiginlega undrandi að mér skyldi takast að halda aftur af tárunum þangað til þá. Þetta var sorgleg stund fyrir mig."
"Ég hef alltaf átt mjög gott samband við stuðningsmennina. Þeir hafa tekið mér sem einum af þeim frá fyrsta degi og það hefur aldrei breyst. Ég á eftir að sakna þeirra. Kveðjustundir eru alltaf erfiðar en lífið heldur áfram. Núna er ég farinn að hlakka til nýrrar áskorunar í Þýskalandi. Ég yfirgef Liverpool með frábærar minningar en með söknuð í hjarta."
Það munaði litlu að Sami Hyypia skoraði á lokamínútunni gegn Tottenham. Skalli hans eftir hornspyrnu var varinn á marklínu og þurfti tvo til.
"Það hefði kannski verið einum of fullkominn endir! Vissulega hefði það verið rjóminn ofan á kökuna ef ég hefði skorað en það varð ekki svo. Fabio átti góða sendingu fyrir markið á mig en leikmenn Tottenham náðu að bjarga á síðustu stundu."
Sami Hyypia, sem enginn vissi hver var fyrir tíu árum, kvaddi Liverpool í dag en nafn hans mun aldrei gleymast meðal stuðningsmanna Rauða hersins! Svo er frábærri framgöngu hans utan vallar sem innan að þakka þennan áratug sem hann hefur spilað með Liverpool.
Við þökkum Sami Hyypia fyrir viðkynninguna og óskum honum góðs gengis hjá Bayer Leverkusen!
"Þetta var frábært og mig langar að þakka stuðningsmönnunum fyrir mig og þann dásamlega stuðning sem þeir hafa sýnt mér í þau tíu ár sem ég hef verið hér hjá félaginu. Það féllu nokkur tár í lokin og ég var nú eiginlega undrandi að mér skyldi takast að halda aftur af tárunum þangað til þá. Þetta var sorgleg stund fyrir mig."
"Ég hef alltaf átt mjög gott samband við stuðningsmennina. Þeir hafa tekið mér sem einum af þeim frá fyrsta degi og það hefur aldrei breyst. Ég á eftir að sakna þeirra. Kveðjustundir eru alltaf erfiðar en lífið heldur áfram. Núna er ég farinn að hlakka til nýrrar áskorunar í Þýskalandi. Ég yfirgef Liverpool með frábærar minningar en með söknuð í hjarta."
Það munaði litlu að Sami Hyypia skoraði á lokamínútunni gegn Tottenham. Skalli hans eftir hornspyrnu var varinn á marklínu og þurfti tvo til.
"Það hefði kannski verið einum of fullkominn endir! Vissulega hefði það verið rjóminn ofan á kökuna ef ég hefði skorað en það varð ekki svo. Fabio átti góða sendingu fyrir markið á mig en leikmenn Tottenham náðu að bjarga á síðustu stundu."
Sami Hyypia, sem enginn vissi hver var fyrir tíu árum, kvaddi Liverpool í dag en nafn hans mun aldrei gleymast meðal stuðningsmanna Rauða hersins! Svo er frábærri framgöngu hans utan vallar sem innan að þakka þennan áratug sem hann hefur spilað með Liverpool.
Við þökkum Sami Hyypia fyrir viðkynninguna og óskum honum góðs gengis hjá Bayer Leverkusen!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan