| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Andriy Voronin vill sanna sig á Anfield
Andriy Voronin er kominn aftur til Liverpool eftir vel heppnað lánstímabil hjá Herthu Berlín í þýsku Bundesligunni.
Breska slúðurblaðið Daily Mirror hefur eftir Voronin að hann stefni á að vinna sér fast sæti í byrjunarliði Liverpool fyrir næsta tímabil og taka þátt í að koma enska titlinum á Anfield eftir 20 ára hlé.
Voronin kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Bayer Leverkusen fyrir 2 árum síðan, en eftir fremur dapurt gengi þar sem hann skoraði aðeins 5 mörk í 19 leikjum var hann á síðasta tímabili lánaður til Herthu Berlín. Þar fann hann sig mun betur og skoraði í u.þ.b. öðrum hverjum leik.
Þessi 29 ára gamli úkraínski framherji á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Þar sem Hertha Berlín treysti sér ekki til að kaupa hann fyrir það verð sem Liverpool setti á kappann, en það er talið vera í kringum 4 milljónir punda, og ekkert annað félag hefur sýnt honum áhuga er nokkuð ljóst að það er ekki annað í stöðunni hjá honum í bili en að sanna sig hjá Liverpool. Andriy segir að hann sé ákveðinn í að sanna sig á Englandi.
,,Mér leið vel í Þýskalandi í vetur og mér gekk ágætlega, en nú er ekki um annað að ræða en að snúa til baka í ensku deildina og sýna hvað maður getur"
,,Ég kann vel við nýjar áskoranir og það er svo sannarlega áskorun fyrir mig að sýna að ég geti skorað mörk á Englandi líka. Ekki bara í Þýskalandi."
,,Það verður ekki auðvelt að komast í liðið hjá Liverpool, ég geri mér fulla grein fyrir því, en ég ætla svo sannarlega að reyna. Liverpool er einfaldlega eitt allra besta félag í heiminum í dag og það er heiður fyrir hvaða leikmann sem er að klæðast rauðu treyjunni."
Breska slúðurblaðið Daily Mirror hefur eftir Voronin að hann stefni á að vinna sér fast sæti í byrjunarliði Liverpool fyrir næsta tímabil og taka þátt í að koma enska titlinum á Anfield eftir 20 ára hlé.
Voronin kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Bayer Leverkusen fyrir 2 árum síðan, en eftir fremur dapurt gengi þar sem hann skoraði aðeins 5 mörk í 19 leikjum var hann á síðasta tímabili lánaður til Herthu Berlín. Þar fann hann sig mun betur og skoraði í u.þ.b. öðrum hverjum leik.
Þessi 29 ára gamli úkraínski framherji á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Þar sem Hertha Berlín treysti sér ekki til að kaupa hann fyrir það verð sem Liverpool setti á kappann, en það er talið vera í kringum 4 milljónir punda, og ekkert annað félag hefur sýnt honum áhuga er nokkuð ljóst að það er ekki annað í stöðunni hjá honum í bili en að sanna sig hjá Liverpool. Andriy segir að hann sé ákveðinn í að sanna sig á Englandi.
,,Mér leið vel í Þýskalandi í vetur og mér gekk ágætlega, en nú er ekki um annað að ræða en að snúa til baka í ensku deildina og sýna hvað maður getur"
,,Ég kann vel við nýjar áskoranir og það er svo sannarlega áskorun fyrir mig að sýna að ég geti skorað mörk á Englandi líka. Ekki bara í Þýskalandi."
,,Það verður ekki auðvelt að komast í liðið hjá Liverpool, ég geri mér fulla grein fyrir því, en ég ætla svo sannarlega að reyna. Liverpool er einfaldlega eitt allra besta félag í heiminum í dag og það er heiður fyrir hvaða leikmann sem er að klæðast rauðu treyjunni."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan