| Birgir Jónsson

Real að missa móðinn

Vonir Liverpool um að halda í Xabi Alonso hafa glæðst að nýju eftir að Real Madrid beindu sjónum sínum að ítalska landsliðsmanninum Daniele De Rossi.

Spænsku risarnir voru orðnir pirraðir á því að hvorki gekk né rak í tilraunum þeirra að gera Alonso að næstu risakaupum sínum vegna þess að vilji Liverpool til að halda leikmanninum hélst jafn sterkur og áður.

Rafa Benítez hefur oftsinnis gert Real mönnum það ljóst, að þrátt fyrir stöðuga fjölmiðlaherferð þeirra þá sé Alonso ekki til sölu. Stjórinn hefur ekki enn sýnt nein merki þess að hugur hans muni breytast.

Heimildir á Spáni í dag herma að Real séu búnir að fá nóg af því að Benítez gangi ekki að kröfum fyrrum félags síns og leyfi Alonso að yfirgefa Anfield.

Í ljósi þessarar mótspyrnu eru Real nú farnir að velta fyrir sér öðrum möguleikum og eru nú tilbúnir til að reyna að þolrif Rómverja og sjá hvort þeir séu eins ákafir í að halda De Rossi eins og Liverpool eru í að halda Alonso.

Fiorentino Perez, sem nýlega tók við forsetastöðu Real að nýju, hefur nú þegar náð í Ronaldo, Kaka, Karim Benzena og Raul Albiol á eyðslufylleríi sem hefur vakið athygli meðal sparkspekinga um allan heim og fengið almenning til að súpa hveljur. Það gengur þó erfiðar fyrir hann að brjóta Liverpool á bak aftur en hin stórliðin sem hann hefur stolið bestu leikmönnunum af.

Tilfinningin sem hefur gripið um sig á Anfield er sú að ef Real bjóða ekki ótrúlega upphæð fyrir Alonso sem mundi valda því að Liverpool gæti farið á sitt eigið eyðslufyllerí, muni vera betra að halda spænska landsliðsmanninum jafnvel þótt það komi í veg fyrir að liðið geti eytt stórum fjárhæðum á leikmannamarkaðinum.

Yfirmaður íþróttamála Real, Jorge Valdano, hefur enn á ný tjáð sig um málið og viðurkennir að kaup á Alonso séu nú fjarlægari en nokkru sinni fyrr. Fullyrðingin mun hljóma eins og tónlist í eyrum stuðningsmanna Liverpool.

"Allir vita að Alonso er leikmaður sem við höfum alltaf haft áhuga á," sagði Valdano. "Hann er leikmaður sem getur skipulagt og hann er á stigi þar sem hann hefur fullorðnast. Við settum fram viðmiðunarupphæð en á síðustu dögum hefur það rokið upp úr öllu valdi og nú er verðið orðið of hátt fyrir okkar smekk og það er ástæða þess að nú sjáum við kaupin fjarlægari en áður. Þetta getur þó enn breyst til hins betra."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan