| Sf. Gutt

Áfram í Deildarbikarnum

Liverpool er komið áfram í undanúrslit í Deildarbikarnum eftir 1:2 útisigur á Southampton. Þetta var annar sigur Liverpool í Southampton á nokkrum vikum.

Liverpool var mun sterkari aðilinn allan fyrri hálfleikinn og komst yfir á 23. mínútu. Caoimhin Kelleher braut sókn Southampton á bak aftur og sendi á Trent Alexander Arnold. Hann sparkaði boltanum hátt og langt frá vallarhelmingi sínum. Varnarmaður reyndi að koma boltann frá en snerti hann bara aðeins. Vð þetta féll boltinn fyrir fætur Darwin Núnez. Hann komst einn í gegn og inn í vítateiginn þaðan sem hann skoraði af öryggi. 

Níu mínútum seinna bætti Liverpool við forystuna. Wataru Endo og Cody Gakpo spiluðu saman utan við vítateiginn. Cody sendi svo fram á Harvey Elliott sem lék inn í teig og skoraði svo með öruggu skoti neðst út í vinstra hornið. Liverpool með öll völd!

Liverpool hélt völdum sínum fram í síðari hálfleik en þá komust heimamenn inn í leikinn upp úr þurru. Á 59. mínútu náði Cameron Archer boltann og tók sprett inn í vítateig Liverpool vinstra megin. Hann skoraði svo með fallegu bogaskoti sem Caoimhin átti ekki möguleika á að verja. Þremur mínútum seinna var Cameron aftur ágengur en nú varði Caoimhin frá honum. 

Varamaðurinn Federico Chiesa var nærri því að skora á 70. mínútu. Hann kom þá boltnaum að marki en varnarmaður bjargaði rétt við markið. Gott að sjá Ítalann loksins aftur vera að spila. Hann fékk aftur færi á að skora í viðbótartímanum en aftur var bjargað nærri marklínunnu. 

Rétt fyrir leikslok vildu heimamenn fá víti eftir að Jarell Quansah hafði hendur á leikmanni Southampton sem var að sleppa í gegn. Dómarinn dæmdi ekkert og víti hefði aldrei átt að dæma því þetta atvik var utan teigs. Liverpool hafði því sigur og áframhald í undanúrslit var tryggt. 

Mark Southampton: Cameron Archer (59. mín.). 

Mörk Liverpool: Darwin Núnez (24. mín.) og Harvey Elliott (32. mín.). 

Áhorfendur á St Mary's: 26.503.

Maður leiksins: Harvey Elliott. Hann var alltaf að og skoraði markið sem kom Liverpool áfram. Mjög gott að fá hann inn í hópinn á nýjan leik. 

Fróðleikur

- Darwin Núnez skoraði fjórða mark sitt á lektíðinni. 

- Harvey Elliott opnaði markareikning sinn á þessu keppnistímabili.

- Liverpool er komið í undanúrslit í Deilarbikarnum aðara leiktíðina í röð. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan