| Grétar Magnússon
Jermaine Pennant hefur gengið til liðs við spænska liðið Real Zaragoza. Pennant varð samningslaus í sumar og var það löngu ljóst að hann myndi ekki semja að nýju við Liverpool.
Hann var lánaður til Portsmouth í janúar og spilaði nokkra leiki með suðurstrandarliðinu. Þeir höfðu hinsvegar ekki áhuga á því að bjóða honum samning.
Pennant stóðst læknisskoðun í gærkvöldi og mun hann reyna að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í spænsku Úrvalsdeildinni en liðið kom upp úr næst efstu deild í vor.
Pennant sagði þetta eftir vistaskiptin: ,,Ég vildi fara til Spánar og ég var með tilboð frá nokkrum öðrum félögum í Evrópu en ég ákvað að ganga til liðs við Real Zaragoza. Ég hlakka til að byrja og gera vel í deildinni."
Jermaine Pennant lék 81 leik með Liverpool og skoraði þrjú mörk. Hann varð Skjaldarhafi með Liverpool 2006 þegar Liverpool vann Chelsea 2:1 í Cardiff.
TIL BAKA
Jermaine Pennant til Zaragoza

Hann var lánaður til Portsmouth í janúar og spilaði nokkra leiki með suðurstrandarliðinu. Þeir höfðu hinsvegar ekki áhuga á því að bjóða honum samning.
Pennant stóðst læknisskoðun í gærkvöldi og mun hann reyna að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í spænsku Úrvalsdeildinni en liðið kom upp úr næst efstu deild í vor.
Pennant sagði þetta eftir vistaskiptin: ,,Ég vildi fara til Spánar og ég var með tilboð frá nokkrum öðrum félögum í Evrópu en ég ákvað að ganga til liðs við Real Zaragoza. Ég hlakka til að byrja og gera vel í deildinni."
Jermaine Pennant lék 81 leik með Liverpool og skoraði þrjú mörk. Hann varð Skjaldarhafi með Liverpool 2006 þegar Liverpool vann Chelsea 2:1 í Cardiff.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan