| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Voronin gæti reynst vel
Rafa Benítez segir að Andriy Voronin gæti reynst vel í baráttunni um Úrvalsdeildartitilinn á komandi tímabili. Úkraínumaðurinn síðhærði var á láni hjá Hertha Berlin allt síðasta tímabil hefur sagt Benítez að hann vilji berjast fyrir sæti sínu í liðinu.
Benítez segist ekki geta tryggt Voronin fast sæti í byrjunarliðinu en hann telur engu að síður að hann gæti reynst vel þegar á þarf að halda.
Benítez sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Voronin er að standa sig vel á æfingum. Á síðasta undirbúningstímabili var hann góður, svo spilaði hann mjög, mjög vel í Þýskalandi og nú er hann að sýna þann leikskilning sem við höfum verið að leita að."
,,Það er gott að fá hann til baka. Þegar við fengum hann til okkar vorum við að leita að leikmanni sem gæti spilað milli miðju og sóknar og líka sem annar sóknarmaður. Hann hefur tjáð mér að hann vilji berjast fyrir sæti sínu. Ég sagði honum að það væri erfitt að komast í liðið með Torres og Gerrard spilandi saman. Hann gerir sér grein fyrir því en veit að það eru 60 leikir á tímabili og hann vill nýta tækifærið þegar það gefst."
Voronin skoraði 11 mörk og átti níu stoðsendingar á síðasta tímabili í þýsku Bundesligunni.
Benítez bætti við: ,,Sem stendur er hann leikmaður Liverpool og þetta er undir honum komið. Ef hann leggur hart að sér og spilar vel þá á hann möguleika."
Benítez segist hlakka mikið til komandi tímabils. ,,Undirbúningstímabilið er auðveldasti tíminn fyrir stjórann því maður þarf ekki að finna 11 leikmenn í byrjunarlið," útskýrir hann. ,,Allir leggja hart að sér og það eru fá vandamál sem koma upp. Á þessu stigi tímabilsins er maður að leitast við að styrkja sambandið milli leikmanna - þeir þurfa að þekkja hvern annan, það er mikilvægt."
,,Svo er það að sjálfsögðu líka líkamlegt ástand manna. Maður reynir líka að horfa á leikmennina út frá tæknilegur og taktísku sjónarmiði, það er því að mörgu að huga."
Benítez segist ekki geta tryggt Voronin fast sæti í byrjunarliðinu en hann telur engu að síður að hann gæti reynst vel þegar á þarf að halda.
Benítez sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Voronin er að standa sig vel á æfingum. Á síðasta undirbúningstímabili var hann góður, svo spilaði hann mjög, mjög vel í Þýskalandi og nú er hann að sýna þann leikskilning sem við höfum verið að leita að."
,,Það er gott að fá hann til baka. Þegar við fengum hann til okkar vorum við að leita að leikmanni sem gæti spilað milli miðju og sóknar og líka sem annar sóknarmaður. Hann hefur tjáð mér að hann vilji berjast fyrir sæti sínu. Ég sagði honum að það væri erfitt að komast í liðið með Torres og Gerrard spilandi saman. Hann gerir sér grein fyrir því en veit að það eru 60 leikir á tímabili og hann vill nýta tækifærið þegar það gefst."
Voronin skoraði 11 mörk og átti níu stoðsendingar á síðasta tímabili í þýsku Bundesligunni.
Benítez bætti við: ,,Sem stendur er hann leikmaður Liverpool og þetta er undir honum komið. Ef hann leggur hart að sér og spilar vel þá á hann möguleika."
Benítez segist hlakka mikið til komandi tímabils. ,,Undirbúningstímabilið er auðveldasti tíminn fyrir stjórann því maður þarf ekki að finna 11 leikmenn í byrjunarlið," útskýrir hann. ,,Allir leggja hart að sér og það eru fá vandamál sem koma upp. Á þessu stigi tímabilsins er maður að leitast við að styrkja sambandið milli leikmanna - þeir þurfa að þekkja hvern annan, það er mikilvægt."
,,Svo er það að sjálfsögðu líka líkamlegt ástand manna. Maður reynir líka að horfa á leikmennina út frá tæknilegur og taktísku sjónarmiði, það er því að mörgu að huga."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan