| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Kuyt: Örvæntið ekki
Dirk Kuyt er ánægður með 2-0 sigurinn á norska liðinu Lyn í gær og biður stuðningsmenn liðsins að örvænta ekki þó gengið hafi verið heldur skrykkjótt á undirbúningstímabilinu.
,,Það var sterkt að koma til baka og vinna sigur eftir að hafa tapað illa gegn Espanyol. Stundum koma svona leikir eins og gegn Espanyol og við því er ekkert að gera nema að rífa sig upp fyrir næsta leik. Við gerðum það og ég er ánægður með það."
,,Það má hinsvegar kannski segja að við hefðum átt að skora fleiri mörk, en á móti kemur að við héldum hreinu og það er alltaf gott."
,,Nú eru 10 dagar í fyrsta leik tímabilsins, gegn Tottenham, og ég vona að við verðum tilbúnir þegar þar að kemur. Það er það sem skiptir öllu máli."
,,Það er alltaf erfitt að meta gengi liða á undirbúningstímabilum, það er verið að prófa nýja menn og nýja hluti og úrslitin eru ekki alltaf marktæk. Sumir segja að við höfum ekki verið sannfærandi í sumar, en ég segi að ef við vinnum Tottenham þá höfum við átt gott undirbúningstímabil. Ef við töpum leiknum, þá hefur undirbúningurinn klikkað."
Kuyt bar fyrirliðabandið í leiknum í gær, þar sem bæði Steven Gerrard og Jamie Carragher hófu leikinn á bekknum.
,,Það er mikill heiður að vera fyrirliði Liverpool. Auðvitað veit ég að Stevie er númer 1, og svo Jamie, en mér hefur hlotnast þessi heiður nokkrum sinnum og ég er mjög stoltur af því."
Kuyt tjáir sig einnig um brotthvarf Xabi Alonso, sem er eins og kunnugt er á leið til Real Madrid.
,,Það er slæmt að missa Alonso, hann er frábær leikmaður, en við verðum bara að sýna að við getum gert hlutina án hans - og ég hef fulla trú á að við getum gert góða hluti í vetur", segir þessi vinnusami Hollendingur að endingu.
,,Það var sterkt að koma til baka og vinna sigur eftir að hafa tapað illa gegn Espanyol. Stundum koma svona leikir eins og gegn Espanyol og við því er ekkert að gera nema að rífa sig upp fyrir næsta leik. Við gerðum það og ég er ánægður með það."
,,Það má hinsvegar kannski segja að við hefðum átt að skora fleiri mörk, en á móti kemur að við héldum hreinu og það er alltaf gott."
,,Nú eru 10 dagar í fyrsta leik tímabilsins, gegn Tottenham, og ég vona að við verðum tilbúnir þegar þar að kemur. Það er það sem skiptir öllu máli."
,,Það er alltaf erfitt að meta gengi liða á undirbúningstímabilum, það er verið að prófa nýja menn og nýja hluti og úrslitin eru ekki alltaf marktæk. Sumir segja að við höfum ekki verið sannfærandi í sumar, en ég segi að ef við vinnum Tottenham þá höfum við átt gott undirbúningstímabil. Ef við töpum leiknum, þá hefur undirbúningurinn klikkað."
Kuyt bar fyrirliðabandið í leiknum í gær, þar sem bæði Steven Gerrard og Jamie Carragher hófu leikinn á bekknum.
,,Það er mikill heiður að vera fyrirliði Liverpool. Auðvitað veit ég að Stevie er númer 1, og svo Jamie, en mér hefur hlotnast þessi heiður nokkrum sinnum og ég er mjög stoltur af því."
Kuyt tjáir sig einnig um brotthvarf Xabi Alonso, sem er eins og kunnugt er á leið til Real Madrid.
,,Það er slæmt að missa Alonso, hann er frábær leikmaður, en við verðum bara að sýna að við getum gert hlutina án hans - og ég hef fulla trú á að við getum gert góða hluti í vetur", segir þessi vinnusami Hollendingur að endingu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan