| Heimir Eyvindarson
Samkvæmt þýska blaðinu Bild eru þreifingar í gangi milli Hertha Berlín og Andriy Voronin, en Úkraínski framherjinn þótti standa sig vel í herbúðum Berlínarliðsins á síðustu leiktíð.
Blaðið hefur eftir Voronin að hann sé í sambandi við forráðamenn félagsins og nú eigi í raun aðeins eftir að semja við Liverpool um verð. Framkvæmdastjóri Hertha, Michael Preetz, staðfestir að viðræður séu í gangi milli félagsins og Voronin.
Preetz leitar nú logandi ljósi að leikmanni sem getur styrkt sóknarleik liðsins og Úkraínski framherjinn sýndi það síðasta vetur að hann getur auðveldlega gert usla í Bundesligunni. Berlínarliðið reyndi að kaupa Voronin í vor þegar lánssamningur hans var við það að renna út, en samningar milli félagsins og Liverpool tókust ekki þá.
,,Ég hef verið í sambandi við Michael Preetz og hann vill fá mig aftur til Berlínar. Ég hef aldrei dregið dul á það að mér líkaði lífið vel í Berlín, en ég er líka alveg til í að vera um kyrrt í Liverpool. Svo framarlega sem ég fæ að spila", segir Voronin í samtali við Bild í gær.
Andriy Voronin er 30 ára gamall og er samningsbundinn Liverpool til 2011. Talið er að verðmiðinn á kappanum sé um það bil 4 milljónir evra.
TIL BAKA
Andriy Voronin aftur til Berlínar?

Blaðið hefur eftir Voronin að hann sé í sambandi við forráðamenn félagsins og nú eigi í raun aðeins eftir að semja við Liverpool um verð. Framkvæmdastjóri Hertha, Michael Preetz, staðfestir að viðræður séu í gangi milli félagsins og Voronin.
Preetz leitar nú logandi ljósi að leikmanni sem getur styrkt sóknarleik liðsins og Úkraínski framherjinn sýndi það síðasta vetur að hann getur auðveldlega gert usla í Bundesligunni. Berlínarliðið reyndi að kaupa Voronin í vor þegar lánssamningur hans var við það að renna út, en samningar milli félagsins og Liverpool tókust ekki þá.
,,Ég hef verið í sambandi við Michael Preetz og hann vill fá mig aftur til Berlínar. Ég hef aldrei dregið dul á það að mér líkaði lífið vel í Berlín, en ég er líka alveg til í að vera um kyrrt í Liverpool. Svo framarlega sem ég fæ að spila", segir Voronin í samtali við Bild í gær.
Andriy Voronin er 30 ára gamall og er samningsbundinn Liverpool til 2011. Talið er að verðmiðinn á kappanum sé um það bil 4 milljónir evra.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan