| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Lucas Leiva óttast Crouch og Keane!
Lucas Leiva segist ekki hafa miklar áhyggjur af slöku gengi liðsins á undirbúningstímabilinu. Hann hræðist hinsvegar sóknarlínu Tottenham, sem samanstendur af tveimur fyrrum Liverpool mönnum - þeim Robbie Keane og Peter Crouch.
Liverpool tapaði sem kunnugt er gegn liðum eins og Rapid Wien, Espanyol og Atletico Madrid á undirbúningstímabilinu og ekki hægt að segja að mikill glans hafi verið yfir leik liðsins. Lucas Leiva áréttar að úrslit í vináttuleikjum séu aukaatriði, aðalatriðið sé að liðið sé að komast í gott form. Hann fullyrðir að liðið sé í toppformi fyrir leikinn gegn Tottenham í dag.
,,Það er rétt að gengi okkar hefur verið skrykkjótt í sumar og við höfum tapað nokkrum leikjum illa, en leikurinn í dag verður allt öðruvísi. Það munu allir gefa sig 100% í slaginn við Tottenham og ég er sannfærður um að við munum ná góðum leik. Vonandi tekst okkur að næla í öll þrjú stigin, því við vitum að hvert stig er dýrmætt. Það er alveg ljóst að keppnin í deildinni verður rosalega hörð í vetur og keppinautar okkar munu refsa okkur ef við sláum slöku við."
,,Það var verið að reyna ýmsa hluti í undirbúningsleikjunum og Rafa gaf öllum leikmönnunum tækifæri. Nú þegar komið er út í alvöruna er ég viss um að það verður allt annar bragur á leik okkar. Sigur í fyrsta leik gefur mikið sjálfstraust, sérstaklega þegar um útileik er að ræða. Það myndi gefa okkur fljugandi start að landa þremur stigum í dag."
Lucas Leiva hefur semsagt ekki miklar áhyggjur af formi liðsins þessa dagana, en hann hefur þeim mun meiri áhyggjur af sterkri sóknarlínu Tottenham, sem samanstendur nú af tveimur fyrrverandi leikmönnum Liverpool, þeim Robbie Keane og Peter Crouch.
,,Það er alltaf erfitt að spila á White Hart Lane og ég held að það verði ekki léttara að mæta Tottenham með Crouch og Keane innanborðs! Þeir eru báðir mjög góðir leikmenn og ég held að þeir geti orðið afar hættulegt sóknarpar."
Crouch og Keane eru ekki einu góðkunningjar Leiva í herbúðum Tottenham. Hinn litríki markvörður Lundúnaliðsins, Heurelho Gomes, er landi Leiva og góður félagi.
,,Við Gomes erum góðir félagar og það verður gaman að mæta honum. Það gekk brösuglega hjá honum í upphafi ferilsins hjá Tottenham, en nú hefur hann sýnt og sannað hversu góður markvörður hann er. Það getur orðið ansi erfitt að skora hjá honum, en vonandi tekst okkur það í dag", segir hinn 22 ára gamli Brasilíumaður að lokum.
Liverpool tapaði sem kunnugt er gegn liðum eins og Rapid Wien, Espanyol og Atletico Madrid á undirbúningstímabilinu og ekki hægt að segja að mikill glans hafi verið yfir leik liðsins. Lucas Leiva áréttar að úrslit í vináttuleikjum séu aukaatriði, aðalatriðið sé að liðið sé að komast í gott form. Hann fullyrðir að liðið sé í toppformi fyrir leikinn gegn Tottenham í dag.
,,Það er rétt að gengi okkar hefur verið skrykkjótt í sumar og við höfum tapað nokkrum leikjum illa, en leikurinn í dag verður allt öðruvísi. Það munu allir gefa sig 100% í slaginn við Tottenham og ég er sannfærður um að við munum ná góðum leik. Vonandi tekst okkur að næla í öll þrjú stigin, því við vitum að hvert stig er dýrmætt. Það er alveg ljóst að keppnin í deildinni verður rosalega hörð í vetur og keppinautar okkar munu refsa okkur ef við sláum slöku við."
,,Það var verið að reyna ýmsa hluti í undirbúningsleikjunum og Rafa gaf öllum leikmönnunum tækifæri. Nú þegar komið er út í alvöruna er ég viss um að það verður allt annar bragur á leik okkar. Sigur í fyrsta leik gefur mikið sjálfstraust, sérstaklega þegar um útileik er að ræða. Það myndi gefa okkur fljugandi start að landa þremur stigum í dag."
Lucas Leiva hefur semsagt ekki miklar áhyggjur af formi liðsins þessa dagana, en hann hefur þeim mun meiri áhyggjur af sterkri sóknarlínu Tottenham, sem samanstendur nú af tveimur fyrrverandi leikmönnum Liverpool, þeim Robbie Keane og Peter Crouch.
,,Það er alltaf erfitt að spila á White Hart Lane og ég held að það verði ekki léttara að mæta Tottenham með Crouch og Keane innanborðs! Þeir eru báðir mjög góðir leikmenn og ég held að þeir geti orðið afar hættulegt sóknarpar."
Crouch og Keane eru ekki einu góðkunningjar Leiva í herbúðum Tottenham. Hinn litríki markvörður Lundúnaliðsins, Heurelho Gomes, er landi Leiva og góður félagi.
,,Við Gomes erum góðir félagar og það verður gaman að mæta honum. Það gekk brösuglega hjá honum í upphafi ferilsins hjá Tottenham, en nú hefur hann sýnt og sannað hversu góður markvörður hann er. Það getur orðið ansi erfitt að skora hjá honum, en vonandi tekst okkur það í dag", segir hinn 22 ára gamli Brasilíumaður að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan