| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Mascherano ekki með á miðvikudaginn?
Fregnir frá Liverpool herma að tvísýnt sé að Javier Mascherano geti leikið gegn Debreceni á miðvikudaginn.

Eins og kom fram hér á síðunni í gær varð Mascherano fyrir lítilsháttar hnjaski í landsleik með Argentínu á dögunum og var því ekki í hópnum gegn Burnley á laugardaginn.
Argentínumaðurinn kom til Liverpool í gær og nú hafa læknar Liverpool liðsins skoðað kappann, en að sögn Rafael Benítez hafa þeir verið í sambandi við lækna argentínska landsliðsins vegna ástandsins.
Fréttir af þessum meiðslum Mascherano eru reyndar nokkuð misvísandi því Rafael Benítez fullyrðir að Argentínumaðurinn sé fullfrískur en staðarblaðið Liverpool Echo segist hafa heimildir fyrir því að það sé ólíklegt að hann hefji leikinn gegn Debreceni.
Við sjáum hvað setur, í það minnsta virðast meiðslin ekki ýkja alvarleg. Sem betur fer.

Eins og kom fram hér á síðunni í gær varð Mascherano fyrir lítilsháttar hnjaski í landsleik með Argentínu á dögunum og var því ekki í hópnum gegn Burnley á laugardaginn.
Argentínumaðurinn kom til Liverpool í gær og nú hafa læknar Liverpool liðsins skoðað kappann, en að sögn Rafael Benítez hafa þeir verið í sambandi við lækna argentínska landsliðsins vegna ástandsins.
Fréttir af þessum meiðslum Mascherano eru reyndar nokkuð misvísandi því Rafael Benítez fullyrðir að Argentínumaðurinn sé fullfrískur en staðarblaðið Liverpool Echo segist hafa heimildir fyrir því að það sé ólíklegt að hann hefji leikinn gegn Debreceni.
Við sjáum hvað setur, í það minnsta virðast meiðslin ekki ýkja alvarleg. Sem betur fer.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan