| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Liverpool snúa sér aftur að deildarkeppninni og heimsækja West Ham á laugardaginn í síðasta Úrvalsdeildarleik þess dags. Síðasti deildarleikur endaði vel er liðið bar sigurorð af Burnley og þó svo að sólin hafi skinið skært í Liverpool þann dag sáu leikmenn Burnley aldrei til hennar.
Síðast þegar liðin mættust á Upton Park unnu leikmenn Liverpool 3-0 sigur þar sem fyrirliðinn skoraði fyrstu tvö mörkin og Ryan Babel innsiglaði svo sigurinn undir lokin.
Síðustu tímabil hafa leikmenn liðsins náð góðum úrslitum á þessum velli, árin 2006 og 2007 unnust sigrar með markatölunni 2-1 en árið 2008 vann West Ham 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
- Liverpool hafa spilað tvo útileiki á tímabilinu, unnið einn og tapað einum.
- Lítið er um meiðsli í leikmannahóp Liverpool en þeir Fabio Aurelio og Javier Mascherano eru klárir fyrir þennan leik. Daniel Agger er að mestu leyti klár en vantar leikæfingu. Sem fyrr eru þeir Nabil El Zhar og Alberto Aquilani á meiðslalistanum.
- West Ham hafa leikið einum leik færra en Liverpool eða fjóra leiki. Þeir hafa unnið einn sigur, gert jafntefli í einum og tapað tveimur.
- West Ham hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferðinni þegar þeir lögðu Úlfana 0-2 á útivelli.
- West Ham hafa aðeins spilað einn leik á heimavelli á tímabilinu og töpuðu þeir honum 1-2 fyrir Tottenham.
- Mexíkóinn Guillermo Franco gekk til liðs við West Ham í vikunni á frjálsri sölu og ekki er ólíklegt að hann spili sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Liverpool.
West Ham hafa byrjað tímabilið á öðrum endanum en það er frekar sérstakt því undir stjórn Gianfranco Zola hafa þeir náð stöðguleika í sínum leik sem þeir höfðu ekki áður.
Eftir að hafa hikstað aðeins í byrjun, hefur Liverpool náð upp góðri spilamennsku, en ég held að þetta verði nokkuð jafn leikur. West Ham eru góðir á heimavelli svo lengi sem þeir eiga ekki við mikil meiðsli að stríða.
Úrskurður: West Ham v Liverpool 1:1.
Síðast þegar liðin mættust á Upton Park unnu leikmenn Liverpool 3-0 sigur þar sem fyrirliðinn skoraði fyrstu tvö mörkin og Ryan Babel innsiglaði svo sigurinn undir lokin.
Síðustu tímabil hafa leikmenn liðsins náð góðum úrslitum á þessum velli, árin 2006 og 2007 unnust sigrar með markatölunni 2-1 en árið 2008 vann West Ham 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Fróðleiksmolar...
- Liverpool hafa spilað tvo útileiki á tímabilinu, unnið einn og tapað einum.
- Lítið er um meiðsli í leikmannahóp Liverpool en þeir Fabio Aurelio og Javier Mascherano eru klárir fyrir þennan leik. Daniel Agger er að mestu leyti klár en vantar leikæfingu. Sem fyrr eru þeir Nabil El Zhar og Alberto Aquilani á meiðslalistanum.
- West Ham hafa leikið einum leik færra en Liverpool eða fjóra leiki. Þeir hafa unnið einn sigur, gert jafntefli í einum og tapað tveimur.
- West Ham hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferðinni þegar þeir lögðu Úlfana 0-2 á útivelli.
- West Ham hafa aðeins spilað einn leik á heimavelli á tímabilinu og töpuðu þeir honum 1-2 fyrir Tottenham.
- Mexíkóinn Guillermo Franco gekk til liðs við West Ham í vikunni á frjálsri sölu og ekki er ólíklegt að hann spili sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Liverpool.
Spá Mark Lawrenson
West Ham v Liverpool
West Ham v Liverpool
West Ham hafa byrjað tímabilið á öðrum endanum en það er frekar sérstakt því undir stjórn Gianfranco Zola hafa þeir náð stöðguleika í sínum leik sem þeir höfðu ekki áður.
Eftir að hafa hikstað aðeins í byrjun, hefur Liverpool náð upp góðri spilamennsku, en ég held að þetta verði nokkuð jafn leikur. West Ham eru góðir á heimavelli svo lengi sem þeir eiga ekki við mikil meiðsli að stríða.
Úrskurður: West Ham v Liverpool 1:1.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan