| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
HSV á höttunum eftir Voronin?
Greint er frá því í þýskum fjölmiðlum í dag að þýska liðið HSV hafi hug á að krækja í Andryi Voronin í janúarglugganum.
Voronin stóð sig með prýði í Bundesligunni síðasta vetur, þegar hann skoraði 11 mörk og lagði upp 4 fyrir Herthu frá Berlín. Voronin hefur hinsvegar ekki gengið sem skyldi hjá Liverpool og því er ekki ólíklegt að hann sé falur, fáist Hamborgarliðið til að reiða fram rétta upphæð.
Samkvæmt staðarblaðinu Hamburger Abendblatt er Hertha Berlín einnig á höttunum eftir Úkraínumanninum hárprúða, en blaðið telur að HSV eigi meiri möguleika á að fá Voronin í sínar raðir þar sem Hamborgarliðið hafi úr meira fé að moða en Hertha Berlín.
Framkvæmdastjóri HSV, Bernd Hoffmann, segir í samtali við blaðið að félagið hafi fjármuni til að nota til leikmannakaupa í janúar. ,,Það er rétt að við höfum pening til að nota í janúarglugganum, en við verðum að nota hann vel", segir Hoffmann.
Hvort það þýðir að félagið ætli sér að kaupa Andryi Voronin verður síðan bara að koma í ljós. Við sjáum hvað setur.
Voronin stóð sig með prýði í Bundesligunni síðasta vetur, þegar hann skoraði 11 mörk og lagði upp 4 fyrir Herthu frá Berlín. Voronin hefur hinsvegar ekki gengið sem skyldi hjá Liverpool og því er ekki ólíklegt að hann sé falur, fáist Hamborgarliðið til að reiða fram rétta upphæð.
Samkvæmt staðarblaðinu Hamburger Abendblatt er Hertha Berlín einnig á höttunum eftir Úkraínumanninum hárprúða, en blaðið telur að HSV eigi meiri möguleika á að fá Voronin í sínar raðir þar sem Hamborgarliðið hafi úr meira fé að moða en Hertha Berlín.
Framkvæmdastjóri HSV, Bernd Hoffmann, segir í samtali við blaðið að félagið hafi fjármuni til að nota til leikmannakaupa í janúar. ,,Það er rétt að við höfum pening til að nota í janúarglugganum, en við verðum að nota hann vel", segir Hoffmann.
Hvort það þýðir að félagið ætli sér að kaupa Andryi Voronin verður síðan bara að koma í ljós. Við sjáum hvað setur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan