| Sf. Gutt
Javier Mascherano var rekinn af leikvelli gegn Portsmouth á Fratton Park í gær. Argentínumaðurinn er þar með kominn í jólafrí og rúmlega það fram á næsta ár því hann fékk fjögurra leikja bann fyrir brottreksturinn.
Venjulega fá leikmenn þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald en þar sem þetta er í annað sinn, á þessu keppnistímabili, sem Javier er vikið af velli bætist einn leikur við hefðbundna refsingu. Leikirnir sem Javier missir af eru gegn Wolverhampton Wanderes á öðrum degi jóla, Aston Villa, Reading í F.A. bikarnum og sá fjórði er svo gegn Tottenham Hotspur en hann fer fram 10. janúar.
Javier Mascherano hefur spilað vel í síðustu leikjum eftir að hafa verið daufur framan af leiktíðinni. Það verður því skarð fyrir skildi á miðjunni hjá Liverpool þegar sá argentínski fer í bannið. Reyndar er óvíst að hann hefði spilað í öllum þessum leikjum því hann meiddist á hné í atgangninum sem olli brottrekstrinum og var studdur af velli.
TIL BAKA
Javier kominn í jólafrí

Venjulega fá leikmenn þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald en þar sem þetta er í annað sinn, á þessu keppnistímabili, sem Javier er vikið af velli bætist einn leikur við hefðbundna refsingu. Leikirnir sem Javier missir af eru gegn Wolverhampton Wanderes á öðrum degi jóla, Aston Villa, Reading í F.A. bikarnum og sá fjórði er svo gegn Tottenham Hotspur en hann fer fram 10. janúar.
Javier Mascherano hefur spilað vel í síðustu leikjum eftir að hafa verið daufur framan af leiktíðinni. Það verður því skarð fyrir skildi á miðjunni hjá Liverpool þegar sá argentínski fer í bannið. Reyndar er óvíst að hann hefði spilað í öllum þessum leikjum því hann meiddist á hné í atgangninum sem olli brottrekstrinum og var studdur af velli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan