| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Degen aftur inni í myndinni?
Meiðsl Glen Johnson kunna að hafa það í för með sér að Rafa Benítez þori ekki að láta bakvörðinn Philipp Degen fara í janúar.
Eins við höfum greint frá hér á síðunni er útlit fyrir að Glen Johnson verði frá í allt að mánuð vegna liðbandameiðsla sem hann hlaut í lok leiksins gegn Aston Villa. Þetta gæti þýtt að Rafa þurfi á kröftum Philipp Degen að halda, lengur en áætlað var.
Sparkspekingar og slúðurblöð hafa leitt að því líkum undanfarið að Degen sé einn af þeim leikmönnum sem Rafa muni freistast til að losa sig við í janúar, enda hefur þessi svissneski bakvörður ekki spilað nema 7 leiki í aðalliðinu síðan hann kom frá Borussia Dortmund sumarið 2008.
Nú gæti óvænt rofað til hjá Degen því þar sem Johnsom verður að öllum líkindum frá mestan part janúar mánaðar er ekki ólíklegt að Svisslendingurinn fái tækifæri til að sýna hvað hann getur.
Benítez hefur ekki marga kosti þegar kemur að stöðu hægri bakvarðar. Einn kosturinn er þó augljóslega að láta Jamie Carragher leysa málin og setja Skrtel í stöðu miðvarðar á meðan. Carragher hefur margoft leyst þessa stöðu, en skiptar skoðanir eru meðal stuðningsmanna félagsins hvernig honum hefur farist það úr hendi. Þá hefur Skrtel spreytt sig í bakverðinum og eins Javier Mascherano, en telja má fullvíst að Rafa reyni það ekki aftur!
Hinn ungi og efnilegi Martin Kelly er meiddur og því ekki inni í myndinni, en hinn 21 árs gamli Stephen Darby gæti mögulega verið lausnin á þessum leiða vanda. Hann þótti standa sig ágætlega gegn Fiorentina á dögunum, þar sem hann fékk að byrja inn á, og virðist vera í framtíðarplönum Benítez.
Eins við höfum greint frá hér á síðunni er útlit fyrir að Glen Johnson verði frá í allt að mánuð vegna liðbandameiðsla sem hann hlaut í lok leiksins gegn Aston Villa. Þetta gæti þýtt að Rafa þurfi á kröftum Philipp Degen að halda, lengur en áætlað var.
Sparkspekingar og slúðurblöð hafa leitt að því líkum undanfarið að Degen sé einn af þeim leikmönnum sem Rafa muni freistast til að losa sig við í janúar, enda hefur þessi svissneski bakvörður ekki spilað nema 7 leiki í aðalliðinu síðan hann kom frá Borussia Dortmund sumarið 2008.
Nú gæti óvænt rofað til hjá Degen því þar sem Johnsom verður að öllum líkindum frá mestan part janúar mánaðar er ekki ólíklegt að Svisslendingurinn fái tækifæri til að sýna hvað hann getur.
Benítez hefur ekki marga kosti þegar kemur að stöðu hægri bakvarðar. Einn kosturinn er þó augljóslega að láta Jamie Carragher leysa málin og setja Skrtel í stöðu miðvarðar á meðan. Carragher hefur margoft leyst þessa stöðu, en skiptar skoðanir eru meðal stuðningsmanna félagsins hvernig honum hefur farist það úr hendi. Þá hefur Skrtel spreytt sig í bakverðinum og eins Javier Mascherano, en telja má fullvíst að Rafa reyni það ekki aftur!
Hinn ungi og efnilegi Martin Kelly er meiddur og því ekki inni í myndinni, en hinn 21 árs gamli Stephen Darby gæti mögulega verið lausnin á þessum leiða vanda. Hann þótti standa sig ágætlega gegn Fiorentina á dögunum, þar sem hann fékk að byrja inn á, og virðist vera í framtíðarplönum Benítez.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan