| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Patrik Berger leggur skóna á hilluna
Tékkinn góðkunni, Patrik Berger hefur lagt skóna á hilluna vegna hnémeiðsla en Berger er 36 ára gamall. Berger var farinn aftur til heimalandsins og spilaði með Sparta Prag.
Berger, sem skoraði frábær mörk á ferli sínum hjá félaginu var valinn í lið áratugarins á opinberri heimasíðu félagsins nú nýverið. Hann var alla tíð mikils metinn af stuðningsmönnum félagsins og þegar hann sveiflaði vinstri fæti til að skjóta á markið mátti ávallt búast við því að boltinn myndi hafna í netmöskvum andstæðinganna. Berger átti svo frábæra sendingu fram völlinn í úrslitaleik FA Bikarsins árið 2001 sem varð til þess að Michael Owen skoraði sigurmarkið í leiknum.
Berger kom til félagsins árið 1996 en hann var keyptur frá Borussia Dortmund af Roy Evans, hann lék alls 196 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 34 mörk.
Berger var hluti af tékkneska landsliðinu sem komst alla leið í úrslit Evrópumóts landsliða árið 1996 en mótið var einmitt haldið á Englandi, Berger skoraði eina mark Tékka í úrslitaleiknum úr vítaspyrnu.
Í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool kom hann inná sem varamaður í leik gegn Leicester og skoraði hann tvö mörk. Eftir leikinn sagði markvörður Leicester, Kasey Keller: ,,Ég hef aldrei séð bolta fara svona hratt áður. Það er eins gott að ég náði ekki að verja skotin frá honum því þá hefði ég flogið í netið með boltanum."
Berger virtist líka vel að spila á móti Chelsea því í september 1996 skoraði hann tvö mörk gegn þeim og tímabilið eftir, í október 1997 skoraði hann svo þrennu í 4-2 sigri á Anfield. Margir muna svo líklega eftir glæsimarki hans úr aukaspyrnu gegn Manchester United á Old Trafford tímabilið 1999-2000 í leik sem endaði 1-1.
Á þrennutímabilinu árið 2001 átti Berger við meiðsli að stríða en hann spilaði engu að síður stórt hlutverk í velgengni liðsins það tímabilið. Hann var svo seldur til Portsmouth árið 2003 og skoraði m.a. sigurmark þeirra bláliða gegn Liverpool á Fratton Park. Hann fór svo til Aston Villa áður en hann hélt heim á leið til að spila með Sparta Prag eins og áður sagði.
Þjálfari Spörtu hafði þetta að segja þegar ljóst var að Patrik þyrfti að leggja skóna á hilluna: ,,Patrik sagði mér í gær að þetta væri búið. Hnéð á honum þolir ekki lengur álagið. Við verðum að sætta okkur við það. Ég vil þakka Patrik fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Sparta og tékkneska knattspyrnu."
Berger spilaði alls 44 landsleiki fyrir Tékka og skoraði í þeim 18 mörk.
Hér má sjá umfjöllun um hann á vefsíðu LFCHistory.
Berger, sem skoraði frábær mörk á ferli sínum hjá félaginu var valinn í lið áratugarins á opinberri heimasíðu félagsins nú nýverið. Hann var alla tíð mikils metinn af stuðningsmönnum félagsins og þegar hann sveiflaði vinstri fæti til að skjóta á markið mátti ávallt búast við því að boltinn myndi hafna í netmöskvum andstæðinganna. Berger átti svo frábæra sendingu fram völlinn í úrslitaleik FA Bikarsins árið 2001 sem varð til þess að Michael Owen skoraði sigurmarkið í leiknum.
Berger kom til félagsins árið 1996 en hann var keyptur frá Borussia Dortmund af Roy Evans, hann lék alls 196 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 34 mörk.
Berger var hluti af tékkneska landsliðinu sem komst alla leið í úrslit Evrópumóts landsliða árið 1996 en mótið var einmitt haldið á Englandi, Berger skoraði eina mark Tékka í úrslitaleiknum úr vítaspyrnu.
Í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool kom hann inná sem varamaður í leik gegn Leicester og skoraði hann tvö mörk. Eftir leikinn sagði markvörður Leicester, Kasey Keller: ,,Ég hef aldrei séð bolta fara svona hratt áður. Það er eins gott að ég náði ekki að verja skotin frá honum því þá hefði ég flogið í netið með boltanum."
Berger virtist líka vel að spila á móti Chelsea því í september 1996 skoraði hann tvö mörk gegn þeim og tímabilið eftir, í október 1997 skoraði hann svo þrennu í 4-2 sigri á Anfield. Margir muna svo líklega eftir glæsimarki hans úr aukaspyrnu gegn Manchester United á Old Trafford tímabilið 1999-2000 í leik sem endaði 1-1.
Á þrennutímabilinu árið 2001 átti Berger við meiðsli að stríða en hann spilaði engu að síður stórt hlutverk í velgengni liðsins það tímabilið. Hann var svo seldur til Portsmouth árið 2003 og skoraði m.a. sigurmark þeirra bláliða gegn Liverpool á Fratton Park. Hann fór svo til Aston Villa áður en hann hélt heim á leið til að spila með Sparta Prag eins og áður sagði.
Þjálfari Spörtu hafði þetta að segja þegar ljóst var að Patrik þyrfti að leggja skóna á hilluna: ,,Patrik sagði mér í gær að þetta væri búið. Hnéð á honum þolir ekki lengur álagið. Við verðum að sætta okkur við það. Ég vil þakka Patrik fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Sparta og tékkneska knattspyrnu."
Berger spilaði alls 44 landsleiki fyrir Tékka og skoraði í þeim 18 mörk.
Hér má sjá umfjöllun um hann á vefsíðu LFCHistory.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan