| Sf. Gutt
TIL BAKA
Andriy Voronin farinn til Rússlands
Andriy Voronin hefur yfirgefið Liverpool. Hann var seldur til Rússlands og færist því nær heimalandi sínu Úkraínu.
Nokkur lið í Rússlandi sýndu Andriy áhuga en það var Dinamo Moskva sem keypti hann. Talið er að Liverpool fái um eina og hálfa milljón sterlingspunda fyrir Úkraínumanninn. Það verður að teljast nokkuð gott því Andriy kom á fjálsri sölu frá Bayer Leverkusen.
Andriy kom til Liverpool frá Þýskalandi sumarið 2007. Á síðustu leiktíð var hann í láni hjá Hertha Berlin þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann kom svo aftur til Liverpool á liðnu sumri en komast ekkert í gang í þeim leikjum sem hann tók þátt í.
Andriy hafði getið sér gott orð í Þýskalandi en hann náði aldrei að sýna sitt rétta andlit á Englandi og allra síst á þessu keppnistímabili en hann var mjög slakur í þeim tólf leikjum sem hann spilaði. Síðasti leikur hans var þegar Liverpool gerði 1:1 jafntefli í Frakklandi við Lyon. Síðan hefur Andriy ekkert komið við sögu og það segir sína sögu að hann fékk frí til sólarferðar núna um jólin.
Andriy er ánægður með að vera kominn til Moskvu. "Ég átti þess kost að halda áfram ferli mínum í Þýskalandi og eins fékk ég nokkur tilboð frá liðum í Rússlandi. Á endanum valdi ég að ganga til liðs við Dinamo." Andriy sagði að hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni fyrir að hafa ekki staðið sig nógu vel. Hann vill meina að sú gagnrýni hafi ekki verið sanngjörn og hann hyggst svara fyrir sig inni á vellinum.
Andriy lék 30 leiki með Liverpool og skoraði sex mörk. Öll þau mörk komu á fyrstu leiktíð hans hjá Liverpool. Andriy er hér með óskað góðs gengis með sínu nýja liði.
Andriy Voronin er hér með óskað alls góðs í framtíðinni.
Nokkur lið í Rússlandi sýndu Andriy áhuga en það var Dinamo Moskva sem keypti hann. Talið er að Liverpool fái um eina og hálfa milljón sterlingspunda fyrir Úkraínumanninn. Það verður að teljast nokkuð gott því Andriy kom á fjálsri sölu frá Bayer Leverkusen.
Andriy kom til Liverpool frá Þýskalandi sumarið 2007. Á síðustu leiktíð var hann í láni hjá Hertha Berlin þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann kom svo aftur til Liverpool á liðnu sumri en komast ekkert í gang í þeim leikjum sem hann tók þátt í.
Andriy hafði getið sér gott orð í Þýskalandi en hann náði aldrei að sýna sitt rétta andlit á Englandi og allra síst á þessu keppnistímabili en hann var mjög slakur í þeim tólf leikjum sem hann spilaði. Síðasti leikur hans var þegar Liverpool gerði 1:1 jafntefli í Frakklandi við Lyon. Síðan hefur Andriy ekkert komið við sögu og það segir sína sögu að hann fékk frí til sólarferðar núna um jólin.
Andriy er ánægður með að vera kominn til Moskvu. "Ég átti þess kost að halda áfram ferli mínum í Þýskalandi og eins fékk ég nokkur tilboð frá liðum í Rússlandi. Á endanum valdi ég að ganga til liðs við Dinamo." Andriy sagði að hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni fyrir að hafa ekki staðið sig nógu vel. Hann vill meina að sú gagnrýni hafi ekki verið sanngjörn og hann hyggst svara fyrir sig inni á vellinum.
Andriy lék 30 leiki með Liverpool og skoraði sex mörk. Öll þau mörk komu á fyrstu leiktíð hans hjá Liverpool. Andriy er hér með óskað góðs gengis með sínu nýja liði.
Andriy Voronin er hér með óskað alls góðs í framtíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan