| Sf. Gutt
Dirk Kuyt skoraði sigurmark Liverpool í grannarimmunni við Everton á laugardaginn. En markið var ekki bara merkilegt sem sigurmark leiksins. Um leið og boltinn fór inn fyrir marklínuna hafði Dirk Kuyt skorað fimmtíu mörk fyrir Liverpool. Dirk er skiljanlega ánægður með þennan áfanga á ferli sínum.
"Þetta er frábær tilfinning og ég er virkilega ánægður með að hafa skorað 50 mörk fyrir félagið og það var sérstaklega gaman að ná þeim áfanga í svona leik. Það skipti þó ekki máli hver skoraði. Sigurinn sjálfur skipti mestu."
Sigur Liverpool var harðsóttur. Reyndar eru sigrar gegn Everton sjaldan auðfengnir en þessi vannst eftir að Liverpool lék lengst af einum færri eftir að Sotirios Kyrgiakos var rekinn af velli í fyrri hálfleik. Dirk telur að aukið sjálfstraust, sem byggst hefur upp í liðinu í síðustu leikjum, hafi verið lykillinn að sigri Liverpool.
"Ég held að við höfum alltaf haft trú á okkur og þó svo að við værum með 10 menn. Þessi tiltrú hefur komið með auknu sjálfstrausti sem hefur byggst upp í síðustu leikjum. Við urðum að hafa trú á að við gætum unnið leikinn og við náðum að gera það. Í síðustu sjöleikjum höfum við náð 17 stigum og við höfum haldið markinu hreinu sex sinnum. Þessi úrslit sýna að við erum að spila betur og sjálfstraustið er að aukast. Núna verðum við að halda okkar striki og vera tilbúnir í næsta leik sem er á útivelli á móti Arsenal. Þetta var magnaður sigur og við munum snnarlega fagna honum. En svo verðum við að einbeita okkur að næstu tveimur leikjum sem eru gríðarlega mikilvægir. Við verðum að sýna að við séum raunverulega farnir að spila eins vel og við getum."
TIL BAKA
Dirk gleðst yfir merkilegu marki!

"Þetta er frábær tilfinning og ég er virkilega ánægður með að hafa skorað 50 mörk fyrir félagið og það var sérstaklega gaman að ná þeim áfanga í svona leik. Það skipti þó ekki máli hver skoraði. Sigurinn sjálfur skipti mestu."
Sigur Liverpool var harðsóttur. Reyndar eru sigrar gegn Everton sjaldan auðfengnir en þessi vannst eftir að Liverpool lék lengst af einum færri eftir að Sotirios Kyrgiakos var rekinn af velli í fyrri hálfleik. Dirk telur að aukið sjálfstraust, sem byggst hefur upp í liðinu í síðustu leikjum, hafi verið lykillinn að sigri Liverpool.
"Ég held að við höfum alltaf haft trú á okkur og þó svo að við værum með 10 menn. Þessi tiltrú hefur komið með auknu sjálfstrausti sem hefur byggst upp í síðustu leikjum. Við urðum að hafa trú á að við gætum unnið leikinn og við náðum að gera það. Í síðustu sjöleikjum höfum við náð 17 stigum og við höfum haldið markinu hreinu sex sinnum. Þessi úrslit sýna að við erum að spila betur og sjálfstraustið er að aukast. Núna verðum við að halda okkar striki og vera tilbúnir í næsta leik sem er á útivelli á móti Arsenal. Þetta var magnaður sigur og við munum snnarlega fagna honum. En svo verðum við að einbeita okkur að næstu tveimur leikjum sem eru gríðarlega mikilvægir. Við verðum að sýna að við séum raunverulega farnir að spila eins vel og við getum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan