| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Javier Macherano sýnir gott fordæmi
Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano byrjaði tímabilið á rólegu nótunum líkt og flest allir liðsfélagar hans. Í síðustu leikjum hefur hann þó heldur betur tekið sig saman í andlitinu og verið drifkraftur liðsins á miðjusvæðinu. Rafael Benítez er mjög ánægður með frammistöðu hans og telur hann sýna öðrum leikmönnum liðsins gott fordæmi.
"Javier sýnir á vellinum af hverju hann er fyrirliði Argentínu. Hann er með góðan persónuleika, mjög jákvæður og getur veitt liðsfélögum sínum innblástur. Hann sýnir gott fordæmi fyrir liðsfélaga sína. Ég er mjög sáttur með spilamennsku þeirra í augnablikinu en Javier Mascherano er leikmaður sem er að standa sig mjög vel fyrir okkur. Ef þið skoðið grannaslaginn þá spilaði hann í annarri stöðu {hægri bakverði} en náði engu að síður að hafa mikil áhrif á liðið og allir sjá að það er mikill munur á því sem hann er að gera þessa dagana.
Byrjun tímabilsins var erfið hjá honum en nú hefur hann náð fótfestu og leggur hart að sér fyrir liðið. Hann er aftur orðinn sá Javier Mascherano sem við keyptum. Hann er 100% skuldbundinn félaginu." sagði Rafael Benítez.
Javier Mascherano var, ásamt félaga sínum Carlos Tevez, einn eftirsóttasti bitinn á leikmannamarkaðinum sumarið 2006 en þeir enduðu óvænt í West Ham. Javier náði hins vegar ekki að finna sig í liði West Ham og var lengi utan leikmannahópsins. Rafael Benítez hafði enn mikinn áhuga á Argentínumanninum og bað West Ham um að fá hann á láni í eitt og hálft tímabil með möguleika á að kaupa hann. West Ham sammþykkti tilboð Liverpool en málið þurfti að fara í gegnum langt ferli vegna þess að hann hafði áður leikið með tveimur félögum á ákveðnum tíma og mátti hann ekki leika með því þriðja.
Málið fór fyrir FIFA sem gaf Liverpool undanþágu og Liverpool fékk sinn mann í febrúar 2007. Mascherano gekk í endurnýjun lífdaga undir leiðsögn Rafael Benítez og var á endanum keyptur til Liverpool fyrir sautján milljónir punda sem gerir hann að einum af dýrustu leikmönnum félagsins.
"Javier sýnir á vellinum af hverju hann er fyrirliði Argentínu. Hann er með góðan persónuleika, mjög jákvæður og getur veitt liðsfélögum sínum innblástur. Hann sýnir gott fordæmi fyrir liðsfélaga sína. Ég er mjög sáttur með spilamennsku þeirra í augnablikinu en Javier Mascherano er leikmaður sem er að standa sig mjög vel fyrir okkur. Ef þið skoðið grannaslaginn þá spilaði hann í annarri stöðu {hægri bakverði} en náði engu að síður að hafa mikil áhrif á liðið og allir sjá að það er mikill munur á því sem hann er að gera þessa dagana.
Byrjun tímabilsins var erfið hjá honum en nú hefur hann náð fótfestu og leggur hart að sér fyrir liðið. Hann er aftur orðinn sá Javier Mascherano sem við keyptum. Hann er 100% skuldbundinn félaginu." sagði Rafael Benítez.
Javier Mascherano var, ásamt félaga sínum Carlos Tevez, einn eftirsóttasti bitinn á leikmannamarkaðinum sumarið 2006 en þeir enduðu óvænt í West Ham. Javier náði hins vegar ekki að finna sig í liði West Ham og var lengi utan leikmannahópsins. Rafael Benítez hafði enn mikinn áhuga á Argentínumanninum og bað West Ham um að fá hann á láni í eitt og hálft tímabil með möguleika á að kaupa hann. West Ham sammþykkti tilboð Liverpool en málið þurfti að fara í gegnum langt ferli vegna þess að hann hafði áður leikið með tveimur félögum á ákveðnum tíma og mátti hann ekki leika með því þriðja.
Málið fór fyrir FIFA sem gaf Liverpool undanþágu og Liverpool fékk sinn mann í febrúar 2007. Mascherano gekk í endurnýjun lífdaga undir leiðsögn Rafael Benítez og var á endanum keyptur til Liverpool fyrir sautján milljónir punda sem gerir hann að einum af dýrustu leikmönnum félagsins.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan